Lögregla athugar ólöglegar arðgreiðslur þingmanns 31. janúar 2010 12:31 Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Mynd/GVA Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur nú ólöglega arðgreiðslu sem Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi sér út úr útgerðarfélaginu Nesveri til athugunar. Útgerðarfélagið Nesver, sem er í eigu Ásbjörns og fjölskyldu hans, skuldaði bönkunum á annan milljarð króna í árslok 2008 og tapaði hátt í 600 milljónum það ár sem orsakaði neikvætt eigið fé upp á rúmlega 150 milljónir króna. Þrátt fyrir þá stöðu greiddi Ásbjörn sér 65 milljóna króna arð út úr félaginu vegna rekstrarársins 2008. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra málið nú til athugunar, en ekki er um formlega rannsókn að ræða. Grunur leikur á að arðgreiðslan feli í sér brot á hlutafélaglögum. Ásbjörn hefur sagt að honum hafi ekki verið kunnugt um að arðgreiðslan fæli í sér lögbrot. Hann hefur í kjölfar umfjöllunar um málið sagt sig frá nefndarsetu í þingnefnd sem er ætlað að fjalla um niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið - en ástæðan er sú að hann vilji skapa frið um störf nefndarinnar. Hann hyggst ekki taka sér hlé frá þingstörfum vegna málsins. Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Ásbjörn játar brot á lögum - Bjarni segir brotið ekki hafa áhrif Ásbjörn Óttarsson, þingmaður sjálfstæðismanna, viðurkenndi í Kastljósi Sjónvarps í gær að hafa brotið lög þegar hann greiddi sér og konu sinni tuttugu milljónir króna í arð árið 2007, fyrir árið 2006, þegar eigið fé fyrirtækisins var neikvætt. 27. janúar 2010 05:30 Ásbjörn segir sig úr þingmannanefndinni Ásbjörn Óttarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt sig úr þingmannanefndinni sem fjalla á um skýrslu rannsóknarnefndarinnar um bankahrunið. Á dögunum komst í fréttir að Ásbjörn hefði greitt sér ólöglegan arð úr fyrirtæki sínu. Í yfirlýsingu frá Ásbirni segir að hann hafi ákveðið að segja sig frá störfum í nefndinni, til að tryggja fullan frið um störf hennar. 28. janúar 2010 17:57 Endurgreiddi arðgreiðslu Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur skilað 20 milljóna arðgreiðslu úr fyrirtæki sínu fyrir árið 2006, en þá var eiginfjárstaða fyrirtækisins neikvæð og því um ólöglegan gjörning að ræða. 26. janúar 2010 21:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur nú ólöglega arðgreiðslu sem Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi sér út úr útgerðarfélaginu Nesveri til athugunar. Útgerðarfélagið Nesver, sem er í eigu Ásbjörns og fjölskyldu hans, skuldaði bönkunum á annan milljarð króna í árslok 2008 og tapaði hátt í 600 milljónum það ár sem orsakaði neikvætt eigið fé upp á rúmlega 150 milljónir króna. Þrátt fyrir þá stöðu greiddi Ásbjörn sér 65 milljóna króna arð út úr félaginu vegna rekstrarársins 2008. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra málið nú til athugunar, en ekki er um formlega rannsókn að ræða. Grunur leikur á að arðgreiðslan feli í sér brot á hlutafélaglögum. Ásbjörn hefur sagt að honum hafi ekki verið kunnugt um að arðgreiðslan fæli í sér lögbrot. Hann hefur í kjölfar umfjöllunar um málið sagt sig frá nefndarsetu í þingnefnd sem er ætlað að fjalla um niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið - en ástæðan er sú að hann vilji skapa frið um störf nefndarinnar. Hann hyggst ekki taka sér hlé frá þingstörfum vegna málsins.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Ásbjörn játar brot á lögum - Bjarni segir brotið ekki hafa áhrif Ásbjörn Óttarsson, þingmaður sjálfstæðismanna, viðurkenndi í Kastljósi Sjónvarps í gær að hafa brotið lög þegar hann greiddi sér og konu sinni tuttugu milljónir króna í arð árið 2007, fyrir árið 2006, þegar eigið fé fyrirtækisins var neikvætt. 27. janúar 2010 05:30 Ásbjörn segir sig úr þingmannanefndinni Ásbjörn Óttarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt sig úr þingmannanefndinni sem fjalla á um skýrslu rannsóknarnefndarinnar um bankahrunið. Á dögunum komst í fréttir að Ásbjörn hefði greitt sér ólöglegan arð úr fyrirtæki sínu. Í yfirlýsingu frá Ásbirni segir að hann hafi ákveðið að segja sig frá störfum í nefndinni, til að tryggja fullan frið um störf hennar. 28. janúar 2010 17:57 Endurgreiddi arðgreiðslu Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur skilað 20 milljóna arðgreiðslu úr fyrirtæki sínu fyrir árið 2006, en þá var eiginfjárstaða fyrirtækisins neikvæð og því um ólöglegan gjörning að ræða. 26. janúar 2010 21:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Ásbjörn játar brot á lögum - Bjarni segir brotið ekki hafa áhrif Ásbjörn Óttarsson, þingmaður sjálfstæðismanna, viðurkenndi í Kastljósi Sjónvarps í gær að hafa brotið lög þegar hann greiddi sér og konu sinni tuttugu milljónir króna í arð árið 2007, fyrir árið 2006, þegar eigið fé fyrirtækisins var neikvætt. 27. janúar 2010 05:30
Ásbjörn segir sig úr þingmannanefndinni Ásbjörn Óttarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur sagt sig úr þingmannanefndinni sem fjalla á um skýrslu rannsóknarnefndarinnar um bankahrunið. Á dögunum komst í fréttir að Ásbjörn hefði greitt sér ólöglegan arð úr fyrirtæki sínu. Í yfirlýsingu frá Ásbirni segir að hann hafi ákveðið að segja sig frá störfum í nefndinni, til að tryggja fullan frið um störf hennar. 28. janúar 2010 17:57
Endurgreiddi arðgreiðslu Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur skilað 20 milljóna arðgreiðslu úr fyrirtæki sínu fyrir árið 2006, en þá var eiginfjárstaða fyrirtækisins neikvæð og því um ólöglegan gjörning að ræða. 26. janúar 2010 21:15