Innlent

Erpur og Móri ætla að kæra hvor annan

barði móra með moppu Erpur ræddi við lögreglu fyrir utan útvarpssvið 365 í gær. Hann er viss um að Móri hafi ætlað að drepa sig.Fréttablaðið / vilhelm
barði móra með moppu Erpur ræddi við lögreglu fyrir utan útvarpssvið 365 í gær. Hann er viss um að Móri hafi ætlað að drepa sig.Fréttablaðið / vilhelm

Rapparinn Erpur Eyvindarson átti fótum sínum fjör að launa á útvarpsstöðinni X-inu í gær þegar annar rappari, Móri, réðst að honum vopnaður hníf og rafbyssu.

Móri, sem heitir réttu nafni Magnús Ómarsson, gaf sig fram við lögreglu um klukkustund síðar. Erpur hyggst kæra og telur að Móri hafi ætlað að drepa sig. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins metur Móri atvikið þannig að Erpur hafi ráðist á sig, og ætlar að kæra hann fyrir líkamsárás.

Rappararnir tveir hafa átt í illdeilum upp á síðkastið, og hafa stóryrði verið látin falla á víxl í fjölmiðlum. Snýst deilan meðal annars um það hvor er meiri frumkvöðull á rappsviðinu.

Til stóð að Móri og Erpur græfu stríðsöxina í beinni útsendingu í þættinum Harmageddon á X-inu í gær. Móri mætti á staðinn vopnaður hníf og rafbyssu, og með stóran doberman-hund sér við hlið. Endurbætur standa yfir á útvarpssviði 365 og beið Móri átekta í mannlausu anddyrinu stutta stund.

Þegar Erpur kom á staðinn sauð upp úr.

„Hann ýtir í mig og fer að þenja sig. Ég gríp þá í hann og keyri á hann. Hann dettur og fer að kýla mig," segir Erpur. „Þegar ég held honum niðri dregur hann upp hníf og byrjar og sveifla honum á fullu. Ég hleyp í burtu og hann reynir að stinga mig. Ég tek þá moppu og lem hann í hausinn."

Móri hrökklaðist þá burt.

„Þessi hundur var latasti hundur sem ég hef séð. Ég þakka fyrir það," segir Erpur.

Ekki náðist í Móra í gær.

stigur@frettabladid.is

atlifannar@frettabladid.is



Móri ræðst á Erp á leiðinni í útvarpsviðtal hjá X-inu með hníf rafbyssu og doberman hund
Móri ræðst á Erp á leiðinni í útvarpsviðtal hjá X-inu með hníf rafbyssu og doberman hund


Móri ræðst á Erp á leiðinni í útvarpsviðtal hjá X-inu með hníf rafbyssu og doberman hund



Fleiri fréttir

Sjá meira


×