Tiger snýr aftur á Masters Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. mars 2010 15:28 Tiger Woods rauf loksins þögnina um framtíðaráætlanir sínar í dag og svaraði spurningunni sem allar hafa spurt síðustu vikur - hvenær snýr hann aftur. Svarið er fyrsta stórmót ársins, Masters-mótið. „Ég vann mitt fyrsta stórmót á þessum stað og ég ber mikla virðingu fyrir þessu móti. Eftir langan og nauðsynlegan tíma fjarri golfvellinum þá tel ég mig loksins vera tilbúinn að snúa aftur á golfvöllinn," sagði Tiger í dag. „Stórmótin hafa alltaf skipað sérstakan sess hjá mér og sem atvinnumaður get ég ekki sleppt því að mæta á Augusta. Jafnvel þó svo ég hafi ekki keppt í langan tíma." Masters-mótið hefst þann 8. apríl næstkomandi. Woods hefur ekki keppt á móti síðan 15. nóvember. „Ég hef verið í stífri meðferð síðustu tvo mánuði og sú meðferð mun halda áfram. Þó svo ég sé að fara að keppa aftur er enn ólokið mikilli vinnu með mitt líf. „Þegar ég gat loksins farið að hugsa um golf aftur þá gerði ég mér strax grein fyrir að Masters væri fyrsta mótið sem ég gæti tekið þátt í," sagði Tiger Woods. Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger Woods rauf loksins þögnina um framtíðaráætlanir sínar í dag og svaraði spurningunni sem allar hafa spurt síðustu vikur - hvenær snýr hann aftur. Svarið er fyrsta stórmót ársins, Masters-mótið. „Ég vann mitt fyrsta stórmót á þessum stað og ég ber mikla virðingu fyrir þessu móti. Eftir langan og nauðsynlegan tíma fjarri golfvellinum þá tel ég mig loksins vera tilbúinn að snúa aftur á golfvöllinn," sagði Tiger í dag. „Stórmótin hafa alltaf skipað sérstakan sess hjá mér og sem atvinnumaður get ég ekki sleppt því að mæta á Augusta. Jafnvel þó svo ég hafi ekki keppt í langan tíma." Masters-mótið hefst þann 8. apríl næstkomandi. Woods hefur ekki keppt á móti síðan 15. nóvember. „Ég hef verið í stífri meðferð síðustu tvo mánuði og sú meðferð mun halda áfram. Þó svo ég sé að fara að keppa aftur er enn ólokið mikilli vinnu með mitt líf. „Þegar ég gat loksins farið að hugsa um golf aftur þá gerði ég mér strax grein fyrir að Masters væri fyrsta mótið sem ég gæti tekið þátt í," sagði Tiger Woods.
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira