Erlent

Eitt best heppnaða listaverkaránið

Óli Tynes skrifar
Meðal stolnu verkanna var Hefðarmaður og kona í svörtu, eftir Rembrandt.
Meðal stolnu verkanna var Hefðarmaður og kona í svörtu, eftir Rembrandt. Mynd/AP

Eitt dularfyllsta og best heppnaða listaverkarán sem sögur fara af er ennþá óupplýst tuttugu árum eftir að það var framið.

Það var 18. mars árið 1990 sem tveir menn í lögreglubúningum röltu inn í Ísabellu Stewart Gardner listaverkasafnið í Boston.

Þeir handjárnuðu tvo öryggisverði og settu límband fyrir munninn á þeim. Svo röltu þeir fram og aftur um safnið í nær eina og hálfa klukkustund og völdu sér listaverk til þess að stela.

Þeir hirtu á annan tug verka eftir listamenn eins og Rembrandt, Vermeer, Degas og Monet. Nokkrar stærstu myndirnar skáru þeir úr römmum sínum.

Verðmæti þessara málverka er sjálfsagt tugir ef ekki hundruð milljónir dollara í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×