Ábyrgðarleysi og kyrrstaða Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar 6. september 2010 06:00 Felst einhver kyrrstaða í uppgjöri skulda? Í fréttum í framhaldi af skuldauppgjöri Björgólfs Thors Björgólfssonar er nánast látið liggja milli hluta að hann gekk frá samningum við innlenda og erlenda banka um greiðslu á skuldum sínum. Lánardrottnar hans fengu reiðufé, húseignir, eignarhluti í sumum fyrirtækjum, arð og væntanlegan söluhagnað af öðrum. Í sumum tilvikum var lengt í lánum, en þau bera þá að sjálfsögðu vexti. Nú gapir hver upp í annan og fullyrðir að gerður hafi verið einhvers konar „kyrrstöðusamningur" við Björgólf Thor og í því felist að hann geri ekkert og bankar enn minna! Það sem virðist valda mestum misskilningi -og gerir að verkum að skuldauppgjör Björgólfs Thors er lagt að jöfnu við skuldaflótta annarra - er umræða um persónulegar ábyrgðir Björgólfs Thors. Eins og hann skýrði sjálfur frá í viðtali við Viðskiptablaðið í lok júlí gátu bankar hæglega gengið að þessum ábyrgðum og þar með keyrt hann í þrot. Það ákváðu þeir hins vegar að gera ekki, enda hefðu heimtur þá orðið lélegar, eignir farið á brunaútsölu og verðmæti gufað upp. Þess í stað fóru bankar þá leið að fresta ábyrgðunum þar til uppgjör hefur átt sér stað. Er ekki augljóst, að bankar ganga ekki að þessum ábyrgðum þegar búið er að semja um hvernig þeir fá greitt? Og greitt að fullu, í stað þess að fá brot af því sem þeim ber? Af einhverjum ástæðum telja sumir sæmandi að leggja fullt skuldauppgjör eins manns að jöfnu við kyrrstöðu, athafnaleysi, dugleysi og vaxtaleysi annarra. Hefur þó verið upplýst, að fyrir utan að leggja fram yfirlit yfir allar eigur sínar opnaði Björgólfur Thor sjóði, sem lánardrottnar hefðu aldrei getað fengið aðgang að með öðru móti, og notaði fé í þeim til greiðslu skulda. Þessum sjóðum hefði hann getað haldið og dregið úr þeim milljarð hér og milljarð þar, til kaupa á fyrirtækjum eða lúxusíbúðum. Hann lýsti því hins vegar yfir að hann kærði sig ekki um að vera á eilífum flótta frá samfélaginu, heldur vildi gera skuldir sínar upp. Er ekki hægt að finna einhver skýrari dæmi um ábyrgðarleysi og kyrrstöðu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Felst einhver kyrrstaða í uppgjöri skulda? Í fréttum í framhaldi af skuldauppgjöri Björgólfs Thors Björgólfssonar er nánast látið liggja milli hluta að hann gekk frá samningum við innlenda og erlenda banka um greiðslu á skuldum sínum. Lánardrottnar hans fengu reiðufé, húseignir, eignarhluti í sumum fyrirtækjum, arð og væntanlegan söluhagnað af öðrum. Í sumum tilvikum var lengt í lánum, en þau bera þá að sjálfsögðu vexti. Nú gapir hver upp í annan og fullyrðir að gerður hafi verið einhvers konar „kyrrstöðusamningur" við Björgólf Thor og í því felist að hann geri ekkert og bankar enn minna! Það sem virðist valda mestum misskilningi -og gerir að verkum að skuldauppgjör Björgólfs Thors er lagt að jöfnu við skuldaflótta annarra - er umræða um persónulegar ábyrgðir Björgólfs Thors. Eins og hann skýrði sjálfur frá í viðtali við Viðskiptablaðið í lok júlí gátu bankar hæglega gengið að þessum ábyrgðum og þar með keyrt hann í þrot. Það ákváðu þeir hins vegar að gera ekki, enda hefðu heimtur þá orðið lélegar, eignir farið á brunaútsölu og verðmæti gufað upp. Þess í stað fóru bankar þá leið að fresta ábyrgðunum þar til uppgjör hefur átt sér stað. Er ekki augljóst, að bankar ganga ekki að þessum ábyrgðum þegar búið er að semja um hvernig þeir fá greitt? Og greitt að fullu, í stað þess að fá brot af því sem þeim ber? Af einhverjum ástæðum telja sumir sæmandi að leggja fullt skuldauppgjör eins manns að jöfnu við kyrrstöðu, athafnaleysi, dugleysi og vaxtaleysi annarra. Hefur þó verið upplýst, að fyrir utan að leggja fram yfirlit yfir allar eigur sínar opnaði Björgólfur Thor sjóði, sem lánardrottnar hefðu aldrei getað fengið aðgang að með öðru móti, og notaði fé í þeim til greiðslu skulda. Þessum sjóðum hefði hann getað haldið og dregið úr þeim milljarð hér og milljarð þar, til kaupa á fyrirtækjum eða lúxusíbúðum. Hann lýsti því hins vegar yfir að hann kærði sig ekki um að vera á eilífum flótta frá samfélaginu, heldur vildi gera skuldir sínar upp. Er ekki hægt að finna einhver skýrari dæmi um ábyrgðarleysi og kyrrstöðu?
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun