

Íslenskt mál og íslensk fyndni
Mönnum er nokkur vandi á höndum þegar skera skal úr um rétt mál og rangt, enda skiptar skoðanir um, hvernig standa skal að málrækt. Sumir æringjar ganga svo langt að segja að allt sé rétt mál sem skilst.
Frjálshyggjumenn í málfarsefnum telja þýðingarlaust að reyna að hafa áhrif á „þróun" tungunnar - markaðurinn sjái um það. Svo er hópur íhaldsmanna sem engu vill breyta. Flestir málfræðingar miða dóma sína hins vegar við, að orð, beygingar, setningaskipan - og framburður séu í samræmi við reglur málsins, málfræðina, svo og málvenjur sem skapast hafa í tímans straumi. Það er fræðilegur grundvöllur málverndar og málræktar.
En málvöndun hefur orðið að láta undan síga síðustu áratugi. Ástæður eru margar. Nefni ég þrennt. Í fyrsta lagi aukin erlend áhrif þegar sífellt fleiri erlend orð eru notuð í daglegu tali sem sumum þykir bera vitni um lærdóm og víðsýni. Í öðru lagi veldur miklu ófullnægjandi menntun kennara og áhugaleysi háskóla og opinberra stofnana eins og Ríkisútvarpsins og Þjóðleikhússins. Er áberandi þekkingarleysi margra, sem nota málið á opinberum vettvangi, afsprengi þessa. Í þriðja lagi virðist áhugi málsmetandi manna minni á málvernd og málrækt og sumt ungt fólk vandar lítið mál sitt - og er þar um að ræða tískufyrirbæri: það er töff að sletta.
Enda þótt málvöndun hafi orðið að láta undan síga hefur íslensk tunga aldrei staðið sterkar sem lifandi þjóðtunga en nú. Staðhæfingu mína reisi ég á þeirri staðreynd, að undanfarna áratugi hefur verið ritað um fleiri þekkingarsvið á íslensku en áður. Skáldsagnagerð, leikritun, ljóðagerð og önnur orðlist stendur með miklum blóma. Nýmæli hafa komið fram í ljóðagerð og vísnasöng svo og í auglýsingagerð þar sem frumleiki hefur auðgað tunguna með orðaleikjum sem áður voru óþekktir í málinu.
Vandaðar bækur um fjölbreytt efni eru gefnar út og nýyrðasmíð er enn öflug.
En nú virðist sem sagt hilla undir breytingar. Afleiðingarnar eru að málið breytist hratt. Áherslur eru að breytast, bæði í orðum og setningum, brottfall í áherslulausum atkvæðum er áberandi [fosstráðherrann, hljósstinn] - og hljóðrof og tafs er orðið algengt - og þykir fínt.
En svo ég víki aftur að upphafinu. Davíð Þór skipar sér með skrifum sínum í þann hóp manna sem hæðist að málvernd og málrækt og snýr hlutunum á haus. Ég nefni þrennt. Í fyrsta lagi notar hann orðið flámæli um breytingar á samhljóðum. Orðið hefur hins vegar verið notað um breytingar á sérhljóðum, þ.e.a.s. þegar sérhljóð verða opnari eða falla saman. Frændur mínir á Mjóafirði sögðu skEr bæði um mjólkurmatinn skyr og steina og björg, sker, sem stóðu upp úr sjónum og fyrir austan var lengi spElað á spEl.
Í öðru lagi virðist Davíð Þór telja raddaðan harðhljóðsframburð aðskota í málinu. Raddaður harðhljóðsframburður er hins vegar upphaflegur, barst til landsins með máli landsnámsmanna, norskunni, en íslenska er upphaflega mál norskra innflytjenda eins og menn þekkja. Í þriðja lagi er íslensk stafsetning ekki framburðarstafsetning og hefur aldrei verið.
Réttmæti raddaða harðhljóðsframburðarins ræðst því ekki af stafsetningu, eins og Davíð Þór telur, heldur af því að sá framburður er upphaflegri en sunnlenska linmælið, s.s. gaDa.
Vonandi verða skrif Davíðs Þórs til þess að vekja til umhugsunar um þróun íslenskrar tungu og grundvöll málverndar og málræktar, enda þótt skrifin séu gerð af stráksskap og tilgerðu þekkingarleysi sem einkennir suma íslenska fyndni.
Skoðun

Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque
Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar

Traustur vinur getur gert voðaverk!
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Hrós getur skipt sköpum
Ingrid Kuhlman skrifar

Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda
Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar

Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands
Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar

Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum
Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Jón og félagar eru farnir
Árni Guðmundsson skrifar

Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi
Einar Karl Friðriksson skrifar

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar