Lífið

Djasshátíð undir Eyjafjöllum

Ragnheiður Gröndal mætir.
Ragnheiður Gröndal mætir.

Hin árlega djasshátíð, Jazz undir fjöllum, verður haldin í Skógum undir Eyjafjöllum í sjöunda sinn laugardaginn 3. júlí. Mikill metnaður hefur verið lagður í dagskrána og verða alls fimm tónleikar á hátíðinni í ár.

Í Skógarkaffi verður boðið upp á lifandi og fjölbreytta dagskrá laugardaginn 3. júlí frá klukkan 13-17. Þar mun stíga á stokk stór hópur framúrskarandi tónlistarmanna. Fjögur bönd munu spila fyrir gesti á laugardeginum, Tríó Sigurðar Flosasonar, Kvartett Andrésar Þórs, Kvartett Kjartans Valdemarssonar og Dúó Sigurðar og Kjartans.

Aðaltónleikar hátíðarinnar fara síðan fram í félagsheimilinu Fossbúð á laugardagskvöldinu. Ragnheiður Gröndal og Egill Ólafsson syngja þar lög Sigurðar Flosasonar við ljóð Aðalsteins Ásberg Sigurðssonar. Hljóðfæraleikarar með söngvurunum verða þeir Sigurður Flosason, Kjartan Valdimarsson og Matthías Hemstock.

Fyrri hátíðir hafa fengið frábæra aðsókn og góða dóma. Aðgangur er ókeypis í Skógarkaffi en er 1.500 krónur í Fossbúð á laugardagskvöldinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.