Snorri í Betel: Gagnrýnir umburðarleysi gagnvart kristni Valur Grettisson skrifar 8. september 2010 10:26 Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel. „Mér finnst það nefnilega bera við að þeir sem eru annarra skoðunar, eða líta öðrum augum á hegðunarvanda Jóhönnu, njóti ekki sannmælis, enda er umburðalyndið ekki til gagnvart kristninni," segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, um viðhorf almennings til færeyska þingmannsins Jenis av Rana. Þingmaðurinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja ekki sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur, sökum kynhneigðar þeirra. Snorri hefur um árabil verið einn ötullasti talsmaður íhaldssamrar kristni hér á landi og hefur hingað til ekki leynt viðhorfum sínum til ýmissa mála, svo sem samkynhneigðar, sem hann telur vera synd. Hann segist svíða undan því sem hann kallar umburðarleysi gagnvart viðhorfum þeirra sem fylgja kenninsetningum biblíunnar bókstaflega. „Ég styð hann í þessu máli og virði skoðanir hans," segir Snorri um Jenis sem hefur verið gagnrýndur opinberlega, meðal annars af lögmanni Færeyja, Kaj Leó Jóhannesen. Þá sagði formaður Þjóðveldisflokksins í Færeyjum, Högni Hoydal, að Jenis ætti skammast sín. Aðspurður hvort það samræmist ekki kennisetningum kristinnar trúar að sýna umburðarlyndi svara Snorri: „Ég geri það. Það er hún sem þarf að svara fyrir sínar gjörðir gagnvart guði einn daginn eins og ég þarf að svara honum fyrir mínar." Aðspurður hvort hann mynd fylgja fordæmi Jenis og neita að setjast til borðs með forsætisráðherranum segir Snorri: „Ég settist nánast með þeim um daginn. Ég sat reyndar á næsta borði daginn sem hún giftist. Það angraði mig ekkert." Að sögn Snorra þá vantar alla staðfestu í Íslendinga og það hafi þeir oft sýnt með hegðun sinni. Hann segir Íslendinga oft hafa sýnt það með hegðun sinni að þeir geri það sem þeir komist upp með og vitnar þá í bankahrunið hér á landi. Hann bætir svo við: „Það má alveg tala um för Jóhönnu til Færeyja sem ákveðna útrás á þessum siðferðisviðmiðum og hún er því ákveðinn boðberi þeirra um leið." Snorri áréttar þó að hann reyni að sýna samkynheigðum umburðarlyndi. „Minn tilgangur er ekki að hrópa þetta fólk niður," segir Snorri að lokum. Neitaði að snæða með forsætisráðherra Hinsegin Trúmál Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
„Mér finnst það nefnilega bera við að þeir sem eru annarra skoðunar, eða líta öðrum augum á hegðunarvanda Jóhönnu, njóti ekki sannmælis, enda er umburðalyndið ekki til gagnvart kristninni," segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, um viðhorf almennings til færeyska þingmannsins Jenis av Rana. Þingmaðurinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja ekki sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur, sökum kynhneigðar þeirra. Snorri hefur um árabil verið einn ötullasti talsmaður íhaldssamrar kristni hér á landi og hefur hingað til ekki leynt viðhorfum sínum til ýmissa mála, svo sem samkynhneigðar, sem hann telur vera synd. Hann segist svíða undan því sem hann kallar umburðarleysi gagnvart viðhorfum þeirra sem fylgja kenninsetningum biblíunnar bókstaflega. „Ég styð hann í þessu máli og virði skoðanir hans," segir Snorri um Jenis sem hefur verið gagnrýndur opinberlega, meðal annars af lögmanni Færeyja, Kaj Leó Jóhannesen. Þá sagði formaður Þjóðveldisflokksins í Færeyjum, Högni Hoydal, að Jenis ætti skammast sín. Aðspurður hvort það samræmist ekki kennisetningum kristinnar trúar að sýna umburðarlyndi svara Snorri: „Ég geri það. Það er hún sem þarf að svara fyrir sínar gjörðir gagnvart guði einn daginn eins og ég þarf að svara honum fyrir mínar." Aðspurður hvort hann mynd fylgja fordæmi Jenis og neita að setjast til borðs með forsætisráðherranum segir Snorri: „Ég settist nánast með þeim um daginn. Ég sat reyndar á næsta borði daginn sem hún giftist. Það angraði mig ekkert." Að sögn Snorra þá vantar alla staðfestu í Íslendinga og það hafi þeir oft sýnt með hegðun sinni. Hann segir Íslendinga oft hafa sýnt það með hegðun sinni að þeir geri það sem þeir komist upp með og vitnar þá í bankahrunið hér á landi. Hann bætir svo við: „Það má alveg tala um för Jóhönnu til Færeyja sem ákveðna útrás á þessum siðferðisviðmiðum og hún er því ákveðinn boðberi þeirra um leið." Snorri áréttar þó að hann reyni að sýna samkynheigðum umburðarlyndi. „Minn tilgangur er ekki að hrópa þetta fólk niður," segir Snorri að lokum.
Neitaði að snæða með forsætisráðherra Hinsegin Trúmál Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira