Innlent

Tugir Garpa synda á Þorláksmessu

Mynd úr safni
Þorláksmessu verður væntanlega slegið þátttökumet í 1500 metra sundi hjá Görpum í Sunddeild Breiðabliks. Nú er þetta sund orðið að 20 ára hefð og sífellt fjölgar þátttakendum.

Að þessu sinni verður öll stóra útilögin undirlögð af um 50 keppendum, sem allir keppa í einu, um 5 manns á hverri braut.

Garpar eru sundmenn eldri en 25 ára, sem hafa ekki tekið þátt í almennum keppnum í að minnsta kosti. tvö ár.

Einnig mæta til leiks góður hópur þríþrautarmanna, en 1500 metrar eru einmitt vegalengdin sem synt er í Ólympískri þríþraut.

Meðal keppenda í ár er sjálfur Íslandsmethafinn í 1500 metrum á 50 metra braut; Ragnar Guðmundsson, sem setti metið 15.57.54 í Seoul fyrir rúmum 22 árum síðan.

Nokkrar aðrar sunddeildir hafa tekið upp þessa hefð að synda 1500 metrana á Þorláksmessu og munu væntanlega margir Garpar um allt land synda samtímis.

Keppni hefst klukkan 8:20 í Kópavogslaug á Þorláksmessudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×