Erlent

Tékkneskar pappalöggur gera allt vitlaust

Ökumenn misstu gjörsamlega einbeitinguna þegar þeir ráku augun í pappalögguna.
Ökumenn misstu gjörsamlega einbeitinguna þegar þeir ráku augun í pappalögguna.
Tékknesk lögregluyfirvöld fengu hugmynd á dögunum sem þeir sjá sennilega eftir í dag. Hugmyndin gekk út á að setja upp pappalöggur við akbrautir til þess að draga úr umferðaróhöppum. Hugmyndin er reyndar ekki ný af nálinni því þetta var reynt á Íslandi í tíð Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra. Hefðu Tékkarnir vitað af því hefðu þeir sennilega ekki farið út í ævintýrið en það endaði reyndar enn verr fyrir þá en hér á landi.

Pappalöggan sem búin var til var kvenkyns og þar að auki í ansi stuttu mínipilsi. Tilraunin stóð ekki lengi því umferðarslysum snarfjölgaði á umræddum stöðum. Ökumenn misstu gjörsamlega einbeitinguna við að stara á hinar föngulegu löggur og keyrðu á aðra bíla eða út af veginum í unnvörpum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×