Handbolti

FH-ingar unnu stórsigur á Íslandsmeisturunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson var frábær í dag.
Ólafur Guðmundsson var frábær í dag.

FH-ingar unnu glæsilegan níu marka stórsigur á Íslands- og bikarmeisturum Hauka, 28-19, í Hafnarfjarðarslagnum á Ásvöllum í dag en liðin mættustu þá í lokaleik 2. umferðar N1 deildar karla.

FH-ingar höfðu frumkvæðið frá upphafi leiks en slógu Haukana alveg út af laginu með frábærri byrjun á seinni hálfleik. FH-liðið skoraði sjö fyrstu mörk seinni hálfleiksins og komst fyrir vikið átta mörkum yfir í leiknum, 20-12.

Eftir þetta var á brattann að sækja hjá Haukaliðinu sem var þegar búið að vinna upp sex marka forskot FH-liðsins í fyrri hálfleiknum og náði þá að minnka muninn í eitt mark. 13-12, fyrir hálfleik.

Ólafur Guðmundsson átti stórleik í FH-liðinu í vörn og sókn þar sem hann skoraði 9 mörk. Ásbjörn Friðriksson skoraði 6 mörk fyrir FH og Pálmar Pétursson varði líka vel í FH-markinu og tóks alls 17 skot þar af eitt víti.

Logi Geirsson einbeitti sér að stýra leik FH-liðsins í dag en hann var með 2 mörk en átti 9 stoðsendingar á félaga sína.

Guðmundur Árni Ólafsson skoraði 7 mörk fyrir Hauka þar 5 af vítalínunni og Björgvin Þór Hólmgeirsson var með 4 mörk en þurfti til þess 14 skot. Birkir Ívar Guðmundsson varði 17 skot í markinu.

Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.



Haukar - FH 19-28 (12-13)



Mörk Hauka (Skot): Guðmundur Árni Ólafsson 7/5 (8/5), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (14), Freyr Brynjarsson 2 (4), Stefán Rafn Sigurmannsson  2 (7), Þórður Rafn Guðmundsson 2 (4), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Heimir Óli Heimisson 1 (3).

Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17 (36/1, 47%), Aron Rafn Eðvarðsson 1 (10/2, 10%).

Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Guðmundur Árni 2, Þórður Rafn 1)

Fiskuð víti: 5 (Þórður Rafn 2, Heimir Óli, Stefán Rafn, Einar Örn Jónsson 1)

Brottvísanir: 8 mínútur

Mörk FH (Skot): Ólafur Andrés Guðmundsson 9 (16), Ásbjörn Friðriksson  6 /2  (10/2), Benedikt Reynir Kristinsson 4 (6), Þorkell Magnússon 2 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 2 (4), Atli Rúnar Steinþórsson 2(3), Logi Geirsson 2/1 (5/1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1), Hermann Ragnar Björnsson (1).

Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (36/5, 47%)

Hraðaupphlaupsmörk: 8 (Benedikt 2, Ólafur 2, Ásbjörn, Þorkell, Ari Magnús, Sigurgeir Árni)

Fiskuð víti: 3 (Benedikt, Ásbjörn, Logi)

Brottvísanir: 8 mínútur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×