Leiðari FT: Blessum íslensku þjóðina 13. desember 2010 09:43 „Blessum íslensku þjóðina sem gerði uppreisn í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars s.l. gegn því að að verða sett í skuldafangelsi vegna heimsku hins gjaldþrota Landsbanka." Þannig hefst leiðari Financial Times í dag þar sem fjallað er um Icesave málið. Í leiðaranum segir að engin ágreiningur sé um að tryggingarsjóður innistæðna á Íslandi er ábyrgur fyrir Icesave innlögnum í Bretlandi og Hollandi. Sjóðurinn hafi hinsvegar reynst algerlega ófær um að ráða við fall eins af stórum bönkunum á Íslandi, hvað þá þeirra allra þriggja. Deilan sé um hvort ríkissjóður Íslands eigi að borga reikninginn sem tryggingarsjóðurinn geti ekki. Bretar og Hollendingar krefjist ríkisábyrgðar á endurgreiðslum á innistæðunum sem skoluðust niður með falli Landsbankans. Í leiðaranum er síðan fjallað um hið nýja samkomulag í Icesave deilunni sem er mun betra fyrir Íslendinga en sá samningur sem þjóðin hafnaði í mars s.l. Eftir sem áður muni Bretar og Hollendingar halda Íslendingum í gíslingu þar til skuldin er greidd. Finacial Times telur þetta leitt því það ýtir undir núverandi tísku um að leggja bönkum til ótakmarkaðar ríkisábyrgðir. Í tilviki Icesave er vart hægt að færa lagaleg rök fyrir ríkisábyrgð og alls ekki á grundvelli sanngirni. Bresk og hollensk stjórnvöld myndu aldrei endurgreiða kröfur erlendra innistæðueigenda sem næmu þriðjungi af landsframleiðslu þeirra færi svo að einn af stóru bönkunum í löndunum tveimur yrði gjaldþrota. Í leiðarnum segir að kannski sé það best fyrir Íslendinga að samþykkja hinn nýja Icesave samning, í ljósi þeirra bolabragða sem þeir hafa mátt sæta, hversu ófullnægjandi sem hann er. Afstaða Íslands hefur hinsvegar leitt þrjú óheppileg atriði fram í sviðsljósið. „Í fyrsta lagi að það er pólitískt val hver beri byrðina af bankatapi og að það val stenst ekki án samþykkis almennings," segir í leiðaranum sem síðan nefnir að í öðru lagi vilji framkvæmdastjórn ESB nú betri innistæðutryggingar og í þriðja lagi að reglugerð vantar enn til að glíma við banka sem falla þvert yfir landamæri. „Þó ekki væri nema bara fyrir að benda á þessar hættur eiga Íslendingar betra skilið en þeir fengu," segir í leiðaranum. Icesave Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Sjá meira
„Blessum íslensku þjóðina sem gerði uppreisn í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars s.l. gegn því að að verða sett í skuldafangelsi vegna heimsku hins gjaldþrota Landsbanka." Þannig hefst leiðari Financial Times í dag þar sem fjallað er um Icesave málið. Í leiðaranum segir að engin ágreiningur sé um að tryggingarsjóður innistæðna á Íslandi er ábyrgur fyrir Icesave innlögnum í Bretlandi og Hollandi. Sjóðurinn hafi hinsvegar reynst algerlega ófær um að ráða við fall eins af stórum bönkunum á Íslandi, hvað þá þeirra allra þriggja. Deilan sé um hvort ríkissjóður Íslands eigi að borga reikninginn sem tryggingarsjóðurinn geti ekki. Bretar og Hollendingar krefjist ríkisábyrgðar á endurgreiðslum á innistæðunum sem skoluðust niður með falli Landsbankans. Í leiðaranum er síðan fjallað um hið nýja samkomulag í Icesave deilunni sem er mun betra fyrir Íslendinga en sá samningur sem þjóðin hafnaði í mars s.l. Eftir sem áður muni Bretar og Hollendingar halda Íslendingum í gíslingu þar til skuldin er greidd. Finacial Times telur þetta leitt því það ýtir undir núverandi tísku um að leggja bönkum til ótakmarkaðar ríkisábyrgðir. Í tilviki Icesave er vart hægt að færa lagaleg rök fyrir ríkisábyrgð og alls ekki á grundvelli sanngirni. Bresk og hollensk stjórnvöld myndu aldrei endurgreiða kröfur erlendra innistæðueigenda sem næmu þriðjungi af landsframleiðslu þeirra færi svo að einn af stóru bönkunum í löndunum tveimur yrði gjaldþrota. Í leiðarnum segir að kannski sé það best fyrir Íslendinga að samþykkja hinn nýja Icesave samning, í ljósi þeirra bolabragða sem þeir hafa mátt sæta, hversu ófullnægjandi sem hann er. Afstaða Íslands hefur hinsvegar leitt þrjú óheppileg atriði fram í sviðsljósið. „Í fyrsta lagi að það er pólitískt val hver beri byrðina af bankatapi og að það val stenst ekki án samþykkis almennings," segir í leiðaranum sem síðan nefnir að í öðru lagi vilji framkvæmdastjórn ESB nú betri innistæðutryggingar og í þriðja lagi að reglugerð vantar enn til að glíma við banka sem falla þvert yfir landamæri. „Þó ekki væri nema bara fyrir að benda á þessar hættur eiga Íslendingar betra skilið en þeir fengu," segir í leiðaranum.
Icesave Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Sjá meira