Ejub: Stór dagur fyrir ungu strákana í Ólafsvík Elvar Geir Magnússon skrifar 12. júlí 2010 06:30 Ejub. Fótbolti.net „Ef við náum að komast yfir þá lofa ég hörkuleik,“ segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings í Ólafsvík sem etur kappi við Stjörnuna í átta liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Leikurinn fer fram í Ólafsvík og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Við erum komnir mjög langt í þessari keppni miðað við 2. deildarlið og ætlum bara að njóta þessa leiks eins og við getum. Vonandi verður veðrið gott og mikið af áhorfendum,“ segir Ejub en hans menn hafa ekki tapað leik í langan tíma og tróna á toppi 2. deildarinnar. „Auðvitað munum við reyna eins og við getum að vinna þennan leik, þannig hugsa allir íþróttamenn. Það er einhver spenna í hópnum en hún er vonandi ekki of mikil. Það er mikilvægt að við náum að byrja leikinn vel. Stjörnumenn hafa átt tvo slæma leiki og spurning hvernig þeir mæta til leiks.“ Ejub segir mikilvægt fyrir Ólafsvíkinga að loka á hraðar sóknir Stjörnunnar. „Þeir hafa mjög góða einstaklinga sem geta klárað leiki upp á eigin spýtur. Skyndisóknirnar eru hættulegar. Það einkennir lið sem Bjarni Jóhannsson þjálfar að vera þétt varnarlega. Þetta verður erfitt verkefni,“ segir Ejub. Víkingsliðið hefur nokkra mjög efnilega leikmenn sem eru á óskalista úrvalsdeildarliða. Brynjar Gauti Guðjónsson, Brynjar Kristmundsson og Þorsteinn Már Ragnarsson eru strákar sem fá að láta ljós sitt skína í kvöld. „Við höfum tvo til þrjá leikmenn sem eru mjög eftirsóttir. Þetta er stór dagur fyrir þá. Ég tel að þessir strákar muni spila í úrvalsdeildinni í framtíðinni og mun ekki hindra þá í því.“ Ejub þekkir hvern krók og kima í Ólafsvík enda stýrt liðinu í mörg ár. Hann var þó ekki með liðið í fyrra þegar það féll úr 1. deildinni. „Það var erfitt að horfa upp á það sem gerðist í fyrra. Margir fóru og við höfum þurft að byggja upp nánast nýtt lið. Ungu strákarnir hafa stigið vel upp og svo höfum við fengið mjög sterka erlenda leikmenn. Við höfum náð að byggja upp mjög sterkt lið á skömmum tíma,“ segir Ejub. Íslenski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
„Ef við náum að komast yfir þá lofa ég hörkuleik,“ segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings í Ólafsvík sem etur kappi við Stjörnuna í átta liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Leikurinn fer fram í Ólafsvík og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Við erum komnir mjög langt í þessari keppni miðað við 2. deildarlið og ætlum bara að njóta þessa leiks eins og við getum. Vonandi verður veðrið gott og mikið af áhorfendum,“ segir Ejub en hans menn hafa ekki tapað leik í langan tíma og tróna á toppi 2. deildarinnar. „Auðvitað munum við reyna eins og við getum að vinna þennan leik, þannig hugsa allir íþróttamenn. Það er einhver spenna í hópnum en hún er vonandi ekki of mikil. Það er mikilvægt að við náum að byrja leikinn vel. Stjörnumenn hafa átt tvo slæma leiki og spurning hvernig þeir mæta til leiks.“ Ejub segir mikilvægt fyrir Ólafsvíkinga að loka á hraðar sóknir Stjörnunnar. „Þeir hafa mjög góða einstaklinga sem geta klárað leiki upp á eigin spýtur. Skyndisóknirnar eru hættulegar. Það einkennir lið sem Bjarni Jóhannsson þjálfar að vera þétt varnarlega. Þetta verður erfitt verkefni,“ segir Ejub. Víkingsliðið hefur nokkra mjög efnilega leikmenn sem eru á óskalista úrvalsdeildarliða. Brynjar Gauti Guðjónsson, Brynjar Kristmundsson og Þorsteinn Már Ragnarsson eru strákar sem fá að láta ljós sitt skína í kvöld. „Við höfum tvo til þrjá leikmenn sem eru mjög eftirsóttir. Þetta er stór dagur fyrir þá. Ég tel að þessir strákar muni spila í úrvalsdeildinni í framtíðinni og mun ekki hindra þá í því.“ Ejub þekkir hvern krók og kima í Ólafsvík enda stýrt liðinu í mörg ár. Hann var þó ekki með liðið í fyrra þegar það féll úr 1. deildinni. „Það var erfitt að horfa upp á það sem gerðist í fyrra. Margir fóru og við höfum þurft að byggja upp nánast nýtt lið. Ungu strákarnir hafa stigið vel upp og svo höfum við fengið mjög sterka erlenda leikmenn. Við höfum náð að byggja upp mjög sterkt lið á skömmum tíma,“ segir Ejub.
Íslenski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira