Innlent

Meirihlutinn fallinn í Kópavogi

Meirihlutinn er fallinn í Kópavogi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Tvö ný framboð ná manni inn á kostnað Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins.

Könnunin var gerð í gær. Hringt var í 800 manns sem valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá en alls tóku 60 prósent þeirra afstöðu. Og það er óhætt að segja að niðurstöðurnar séu afar áhugaverðar.

Framsókn tapar fylgi, fær tæp níu prósent en heldur sínum eina manni inni.

Sjálfstæðisflokkurinn tapar tæpum 15% fer úr tæpum 45% í tæp 30%. Og tapar manni. Mieirhlutinn er þarafleiðandi fallinn samkvæmt könnuninni.

Frjálslyndir mælast varla, fá 2%.

Samfylkingin tapar miklu frá síðustu kosningum, fá 26% en fengu 31% 2006 og tapa því manni.

Vinstri græn halda sínu og gott betur.

En stóru tíðindin eru í fylgi næst besta flokksins sem mælist með 12% fylgi og mann inni og lista kópavogsbúa sem mælist 13% fylgi og mann inni.

Það yrðu þá þau Rannveig Ásgeirsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson sem tækju sæti í bæjarstjórn kópavogs eftir kosningar á kostnað Sjálfstæðisflokks og Samfylkignarinnar, verði þetta niðurstöður kosninganna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×