Innlent

Efast um sparnað vegna niðurskurðar í heilbrigðismálum

Aðgerðahópar vegna niðurskurðar í heilbrigðismálum mótmæla harðlega þeirri skerðingu sem kynnt hefur verið í tillögum til fjárlaga næsta ársin. Aðgerðahópar frá flestum landshlutum héldu fjarfund á þriðjudag þar sem rætt var um alvarlega stöðu heilbrigðismála. Tillögur til fjárlaga ger ráð fyrir 4,7 milljarða króna niðurskurði og umtalsverðum skipulagsbreytingum með tilflutningi á þjónustu frá landsbyggðinni til Reykjavíkur og Akureyrar. Um 84% fyrirhugaðs niðurskurðar beinast að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.

Að mati fundarins hefur ekki verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að fyrirhugaður niðurskurður muni hafa þjóðhagslegan sparnað í för með sér. Hann skorar því á stjórnvöld að standa vörð um heilbrigðisþjónustuna og tryggja að fjárframlög til heilbrigðismála taki mið af raunverulegri þörf skjólstæðinga.

Fundinn sóttu fulltrúar stuðningsaðila Heilbrigðistofnunar Þingeyinga, Sauðárkróks, Blönduóss, Suðurlands, Fjallabyggðar, Suðausturlands og Vestfjarða. Fulltrúar stuðningsaðila Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Vestmannaeyja, Vesturlands, Suðurnesja og Patreksfjarðar höfðu að þessu sinni ekki tök á þátttöku en hafa lýst yfir stuðningi við ályktun fundarins. Í lok hans var stofnaður starfshópur allra aðila með tengilið á hverjum stað




Fleiri fréttir

Sjá meira


×