Hátt í eittþúsund manns komu saman til þjóðfundar í dag og ræddu hugmyndir sínar að stjórnskipan landsins. Fundargestir segja fundinn hafa gengið einstaklega vel og treysta því að stjórnlagaþingið taki mið af niðurstöðum hans.
Fundurinn hófst klukkan níu á morgun en þá var um 950 fundarmönnum skipt niður á 128 borð. Á meðal þess sem fundarmenn ræddu voru þau gildi sem þeir vilja leggja til grundvallar nýrri stjórnarskrá,
Jafnrétti, lýðræði og mannréttindi komu þar oftast fyrir. Fundinum lauk klukkan fimm en niðurstöður hans verða kynntar seinnipartinn á morgun.
„Þjóðfundur um stjórnarskrá hefur gengið framar björtustu vonum. Um 95% þeirra sem boðnir höfðu verið tóku þátt í fundinum, sem hlýtur að teljast frábær árangur," segir í tilkynningu frá stjórnlaganefnd sem skipulagði fundinn.