Innlent

Þjóðfundurinn gengur „glimrandi vel“

Þjóðfundurinn fer fram í Laugardalshöll.
Þjóðfundurinn fer fram í Laugardalshöll. Mynd/Pjetur

„Langfelstir sem ég hef rætt við í kaffipásum telja að þessi fundur muni gagnast stjórnalagaþinginu þegar það kemur saman í febrúar," segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Þjóðfundar, sem nú fer fram í Laugardagshöll þar sem um þúsund þátttakendur af landinu öllu eru mættir til að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá. Berghildur segir fundinn ganga glimrandi vel.

Áhugi er mikill og voru margir mættir löngu áður en húsið opnaði í morgun. Um tvö hundruð starfsmenn vinna að fundinum, því þar er mörg horn að líta svo allt gangi samkvæmt áætlun.

„Hér er að verða til mikið af nýjum hugmyndum," segir Berghildur. 95% mæting er á fundinn og kynjahlutfallið er jafnt.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á www.thjodfundur2010.is og þar verða settar inn helstu fréttir af fundinum, þá verður hægt að fylgjast með fundinum á www.facebook.com/stjornlagathing. Gert er ráð fyrir að hægt verði að birta fyrstu fréttir af vinnu fundarins um hádegisbil en hins vegar verður haldinn blaðamannafundur klukkan 16 á morgun þar sem megin niðurstöður fundarins verða kynntar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×