Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Pétur Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2010 06:00 Frétt Aftonbladet. Forseti Norðurlandaráðs kallaði forseta Norðurlandaráðs æskunnar á sinn fund á fimmtudagsmorgun til þess að ræða framkomu eins þingfulltrúa við barþjón á Ölstofunni í Reykjavík. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær veittist ungur liðsmaður Svíþjóðardemókrata (SD) að barþjóni af palestínskum uppruna með rasískum fúkyrðum og kastaði í hann glasi. Fréttir af þessu voru meðal fimm mest lesnu frétta á fréttavefum sænsku dagblaðanna DN, Aftonbladet og Expressen í gær. Aftonbladet segir að niðurstaða fundar forseta Norðurlandaráðs og Norðurlandaráðs æskunnar hafi orðið sú að barþjóninum hafi verið send opinber afsökunarbeiðni Norðurlandaráðs æskunnar. Þar hafi atvikið verið harmað en um leið áréttað að ráðið tæki ekki ábyrgð á framkomu einstaklinga úr hópi þingfulltrúa og áheyrnarfulltrúa. Sænsku fjölmiðlarnir nefna unga Svíþjóðardemókratann. Hann heitir William Hahne og er átján ára fjölmiðlafulltrúi ungliðahreyfingar SD, sem er þjóðernissinnaður hægriflokkur sem var einn af sigurvegurum þingkosninganna í Svíþjóð fyrr á þessu ári. „Við í Norðurlandaráði æskunnar flækjumst inn í þetta hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ segir Minna Lindberg, formaður Norðurlandaráðs æskunnar, í samtali við vefsíðuna E í gær. Hún var kölluð til fundar með forseta Norðurlandaráðs vegna málsins. Hún var á stödd Ölstofunni eins og fjölmargir aðrir þingfulltrúar en segist í samtali við Expressen ekki hafa séð hvað gerðist þótt hún hafi orðið vör við átök og segir að einn af félögum Hahnes í Norðurlandaráði æskunnar hafi tekið þátt í að róa menn niður. „Við höfum lagt mjög hart að okkur í samstarfi Norðurlandaráðs æskunnar og Norðurlandaráðs,“ segir Minna og kveðst vona að framkoma Williams Hahne á Ölstofunni í Reykjavík hafi ekki skaðleg áhrif á stöðu Norðurlandaráðs æskunnar gagnvart Norðurlandaráði. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Forseti Norðurlandaráðs kallaði forseta Norðurlandaráðs æskunnar á sinn fund á fimmtudagsmorgun til þess að ræða framkomu eins þingfulltrúa við barþjón á Ölstofunni í Reykjavík. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær veittist ungur liðsmaður Svíþjóðardemókrata (SD) að barþjóni af palestínskum uppruna með rasískum fúkyrðum og kastaði í hann glasi. Fréttir af þessu voru meðal fimm mest lesnu frétta á fréttavefum sænsku dagblaðanna DN, Aftonbladet og Expressen í gær. Aftonbladet segir að niðurstaða fundar forseta Norðurlandaráðs og Norðurlandaráðs æskunnar hafi orðið sú að barþjóninum hafi verið send opinber afsökunarbeiðni Norðurlandaráðs æskunnar. Þar hafi atvikið verið harmað en um leið áréttað að ráðið tæki ekki ábyrgð á framkomu einstaklinga úr hópi þingfulltrúa og áheyrnarfulltrúa. Sænsku fjölmiðlarnir nefna unga Svíþjóðardemókratann. Hann heitir William Hahne og er átján ára fjölmiðlafulltrúi ungliðahreyfingar SD, sem er þjóðernissinnaður hægriflokkur sem var einn af sigurvegurum þingkosninganna í Svíþjóð fyrr á þessu ári. „Við í Norðurlandaráði æskunnar flækjumst inn í þetta hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ segir Minna Lindberg, formaður Norðurlandaráðs æskunnar, í samtali við vefsíðuna E í gær. Hún var kölluð til fundar með forseta Norðurlandaráðs vegna málsins. Hún var á stödd Ölstofunni eins og fjölmargir aðrir þingfulltrúar en segist í samtali við Expressen ekki hafa séð hvað gerðist þótt hún hafi orðið vör við átök og segir að einn af félögum Hahnes í Norðurlandaráði æskunnar hafi tekið þátt í að róa menn niður. „Við höfum lagt mjög hart að okkur í samstarfi Norðurlandaráðs æskunnar og Norðurlandaráðs,“ segir Minna og kveðst vona að framkoma Williams Hahne á Ölstofunni í Reykjavík hafi ekki skaðleg áhrif á stöðu Norðurlandaráðs æskunnar gagnvart Norðurlandaráði.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira