Skorið niður um 33 milljarða - fjárlög kynnt í dag Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. október 2010 12:04 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Gert er ráð fyrir þrjátíu og þriggja milljarða króna niðurskurði í fjárlögum næsta árs sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Búist er við að að skattahækkanir skili 10 milljörðum í auknar tekjur. Miðað er við að útgjöld til velferðarmála verði lækkuð um sex prósent. Fjárlögin næsta árs voru unnin í samræmi við sérstaka aðgerðaáætlun í ríkisfjármálum sem gerir ráð fyrir að ríkissjóður verði rekinn án halla árið 2012 og með umtalsverðum afgangi árið 2013, en gert er ráð fyrir tæplega hundrað milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs í fjárlögum þessa árs. Í fjárlagafrumvarpi síðasta árs var áætlun sem miðaði við að hallinn á ríkissjóði yrði 23 milljarðar króna á árinu 2011. Aðgerðaáætlun í ríkisfjármálum hefur verið unnin í nánu samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en Mark Flanagan, fráfarandi yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi, hrósaði vinnu íslenskra stjórnvalda við fjárlögin í samtali við fréttastofu í gær og sagði að ef það markmið næðist að ríkissjóður yrði rekinn án halla árið 2012 þá væri það ótrúlegur árangur í ljósi þess að algjört kerfishrun hafi orðið hér á landi haustið 2008. Fjármálaráðherra og embættismenn úr fjármálaráðuneytinu kynna frumvarp til fjárlaga næsta árs á lokuðum fundi núna í hádeginu en klukkan fjögur í dag ræðst hvort þessi áætlun ríkissjóðs um 23 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári, haldi, þegar fjárlögin verða kynnt opinberlega. Vinna við fjárlögin hefur staðið í nokkra mánuði, en heildarniðurskurður nemur um þrjátíu og þremur milljörðum króna. Skera á niður um 6 prósent í velferðar- og heilbrigðismálum og búist er við að niðurskurðurinn verði um 9 prósent í almennri þjónustu hins opinbera. Hins vegar verður skorið niður meira hjá einstökum heilbrigðisstofnunum og í einhverjum tilvikum hleypur niðurskurður á tugum prósenta. Þá verður háskólunum gert að skera niður um 7,5 prósent og framlög til félags- og menntamála verða skorin niður um 5 prósent. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Gert er ráð fyrir þrjátíu og þriggja milljarða króna niðurskurði í fjárlögum næsta árs sem lögð verða fram á Alþingi í dag. Búist er við að að skattahækkanir skili 10 milljörðum í auknar tekjur. Miðað er við að útgjöld til velferðarmála verði lækkuð um sex prósent. Fjárlögin næsta árs voru unnin í samræmi við sérstaka aðgerðaáætlun í ríkisfjármálum sem gerir ráð fyrir að ríkissjóður verði rekinn án halla árið 2012 og með umtalsverðum afgangi árið 2013, en gert er ráð fyrir tæplega hundrað milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs í fjárlögum þessa árs. Í fjárlagafrumvarpi síðasta árs var áætlun sem miðaði við að hallinn á ríkissjóði yrði 23 milljarðar króna á árinu 2011. Aðgerðaáætlun í ríkisfjármálum hefur verið unnin í nánu samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en Mark Flanagan, fráfarandi yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi, hrósaði vinnu íslenskra stjórnvalda við fjárlögin í samtali við fréttastofu í gær og sagði að ef það markmið næðist að ríkissjóður yrði rekinn án halla árið 2012 þá væri það ótrúlegur árangur í ljósi þess að algjört kerfishrun hafi orðið hér á landi haustið 2008. Fjármálaráðherra og embættismenn úr fjármálaráðuneytinu kynna frumvarp til fjárlaga næsta árs á lokuðum fundi núna í hádeginu en klukkan fjögur í dag ræðst hvort þessi áætlun ríkissjóðs um 23 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári, haldi, þegar fjárlögin verða kynnt opinberlega. Vinna við fjárlögin hefur staðið í nokkra mánuði, en heildarniðurskurður nemur um þrjátíu og þremur milljörðum króna. Skera á niður um 6 prósent í velferðar- og heilbrigðismálum og búist er við að niðurskurðurinn verði um 9 prósent í almennri þjónustu hins opinbera. Hins vegar verður skorið niður meira hjá einstökum heilbrigðisstofnunum og í einhverjum tilvikum hleypur niðurskurður á tugum prósenta. Þá verður háskólunum gert að skera niður um 7,5 prósent og framlög til félags- og menntamála verða skorin niður um 5 prósent.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira