Íslenski boltinn

Guðmundur Reynir: Það eru allir fúlir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán

„Það eru gríðarleg vonbrigði að tapa þessum leik. Við stefndum á sigur í kvöld og koma okkur í leiðinni í efri hlutann. Það gekk ekki eftir því miður," sagði KR-ingurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson eftir tapið gegn FH í Kaplakrika í kvöld.

„Við verðum samt að halda áfram. Það er ekkert annað í boði. Því er ekki að neita að stemningin í klefanum eftir leikinn var þung. Það eru allir fúlir en við verðum að spýta í lófana," sagði Guðmundur en hefur hann einhverjar skýringar á því af hverju hlutirnir séu engan veginn að ganga upp hjá KR?

„Nei, ég hef ekki hugmynd. Við mætum bjartsýnir í alla leiki en svo gengur þetta ekki hjá okkur. Þetta var mjög mikilvægur leikur. Þrátt fyrir tapið neitum við að segja að við séum úr leik."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×