Innlent

Stjörnulögmaður og ritstjóri rífast á Facebook

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skjáskot af umræðunum á veggnum hjá Sveini Andra.
Skjáskot af umræðunum á veggnum hjá Sveini Andra.
Reynir Traustason, ritstjóri DV, sagði Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmann vera endaþarm íslenskrar lögmennsku á facebook síðu hans í dag. Snörp orðaskipti urðu á milli þeirra tveggja eftir að Sveinn Andri Sveinsson gagnrýndi leiðara sem birtist í DV í gær eftir Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur.

„Sveinn, þú ert endaþarmur íslenskrar lögmennsku. En samt bráðskemmtilegur," segir Reynir í athugasemdum við ummæli sem Sveinn Andri skrifar á facebook síðu sína.

Sveinn Andri svarar því til að það sé „óþarfi að vera svona bitur og persónlegur þó að maður fái þig sí og æ dæmdan fyrir óvandaða blaðamennsku elsku kúturinn minn. Svo lærir sem lifir og kannski verður þú einn daginn alvöru blaðamaður," segir Sveinn Andri. Hann stingur líka upp á að Reynir og Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, fari saman á blaðamannanámskeið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×