Íslenski boltinn

Daníel Laxdal: Það áttu allir toppleik í liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar.
Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar.
Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, var að sjálfsögðu mjög ánægður eftir 4-0 stórsigur liðsins á toppliði Keflavíkur í Garðabænum í kvöld.

„Loksins náðum við að sýna hvað í okkur býr. við höfum oft átt erfitt með að byrja leiki en núna náðum við að byrja frá fyrstu mínútu og þetta gekk svona ljómandi vel," sagði Daníel en Stjarnan var komið í 3-0 eftir 38 mínútur.

„Við erum ekki búnir að vera að spila nógu vel undanfarið, þurftum að rífa okkur upp og við gerðum það," sagði Daníel.

„Ég veit ekki hvort þetta sé besta frammistaða liðsins þessi tvö ár í Pepsi-deildinni en þetta er allvega nálægt því. Við fengum líka frábæran stuðning og það var gaman fyrir alla Stjörnumenn að vinna þennan sigur," sagði Daníel.

„Við sprungum út í kvöld og það var kominn tími á það. Það áttu allir toppleik í liðinu og við börðumst allir hver fyrir annan og 4-0 er niðurstaðan. Það er alltaf góð stemmning hjá okkur en þetta var líka langþráður sigur fyrir liðsandann," sagði Daníel að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×