Erlent

Agnarsöfnuður gerir allt vitlaust

Óli Tynes skrifar

Undanfarna daga hefur maður gengið undir manns hönd við að fá bandarískan kirkjusöfnuð til að hætta við að brenna kóraninn næstkomandi laugardag.

Þá er þess minnst að níu ár eru liðin frá hryðjuverkaárásinni á Bandaríkin. Prestur þessa safnaðar segir islam vera sataniska trú.

Þessi fimmtíu manna söfnuður í Florida er hreinlega að gera allt vitlaust.

Meðal þeirra sem hafa reynt að fá prestinn til að hætta við bókabrunann eru utanríkisráðherra Bandaríkjanna, framkvæmdastjóri NATO, yfirhershöfðingi bandaríska herliðsins í Afganistan og Angelina Jolie.

Þetta er náttúrlega ekkert gamanmál því það eru mörg dæmi um að tugir manna hafi látið lífið þegar múslimar hafa móðgast yfir einhverju.

Terry Jones prestur safnaðarins hefur staðið fast á sínu þartil í dag. Þá sagðist hann myndu kannski hætta við ef Barack Obama forseti bæði hann um það.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×