Viðskipti erlent

Íhuga að innkalla allar eins punds myntir í Bretlandi

Konunglega myntsláttan í Bretlandi er nú alvarlega að íhuga að innkalla allar eins punds myntir í landinu sökum þess hve hátt hlutfall þeirra eru falsaðar.

Tölulegar upplýsingar benda til að alls séu yfir 40 milljónir falsaðra eins punds mynta í umferð á Bretlandi eða ein af hverjum 36 í landinu. Þetta er töluvert hærra hlutfall en í fyrra þegar ein af hverjum 40 myntum reyndust falsaðar.

Talið er að hátt hlutfall falsaðra eins punds mynta geti dregið verulega úr trausti almennings á þeim en um er að ræða mest notuðu myntina í Bretlandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×