Fótbolti

Skrtel væntanlega í liðinu gegn Nýja-Sjálandi í dag

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Skrtel í Suður-Afríku.
Skrtel í Suður-Afríku. AFP
Martin Skrtel vonast til að taka þátt í leik Slóvakíu og Nýja-Sjálands sem er fyrsti leikurinn á HM í dag. Hann hefst núna klukkan 11.30.

Skrtel er að sjálfsögðu lykilmaður í liði Slóvakíu en þessi sterki og óárennilegi leikmaður Liverpool hefur átt við meiðsli að stríða.

Hann segist vonast til að ná leiknum og eftir jafntefli Paragvæ og Ítala í gær vonast hann einnig til þess að liðið geti stolist upp úr riðlinum.

"Við sýndum getu okkar í undankeppninni og á góðum degi getum við unnið alla. Fyrsti leikurinn er algjört lykilatriði, allt veltur á þeim leik," sagði Skrtel.

"Ef við vinnum byggjum við upp sjálfstraust og það mun hjálpa okkur í gegnum mótið," sagði varnarjaxlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×