Viðskipti innlent

Gríðarlega skuldsett pítsafyrirtæki

Dominos er gríðarlega skuldsett.
Dominos er gríðarlega skuldsett.

Pítsafyrirtækið Dominos skilur eftir sig nærri tveggja milljarða króna skuld samkvæmt ársreikningum fyrir árin 2008 og 2009.

Það var útgerðarmaðurinn Magnús Kristinsson sem átti fyrirtækið en samkvæmt DV þá hefur hann misst yfirráð sín yfir félaginu til skilanefndar Landsbanka Íslands vegna mikillar skuldsetningar.

Þá kemur fram í frétt DV, sem birtist í blaðinu í dag, að móðurfyrirtækið, Pizza-pizza ehf., hafi verið gríðarlega skuldsett áður en en útgerðarmaðurinn eignaðist það.

Landsbankinn og Dominos International í Bandaríkjunum munu nú vera að leita að áhugasömum kaupendum að Dominos en sú leit hefur ekki borið árangur enn sem komið er.

Meðal þeirra sem nefndir hafa verið til sögunnar sem bankinn hefur íhugað að leita til vegna rekstursins á Dominos er Skúli Gunnar Sigfússon, stofnandi og eigandi Subway á Íslandi, en hann hefur náð mjög góðum árangri með Subway-keðjuna hér á landi að sögn DV.

Heimildir herma að Dominos International hafi orðið mjög undrandi þegar fyrirtækið heyrði um skuldsetningu Dominos á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×