Tiger Woods lék fyrsta hringinn á opna ástralska meistaramótinu á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann er fjórum höggum á eftir efstu mönnum.
Woods vann þetta mót í fyrra og stefndi að því að verja titilinn og þar með vinna sitt fyrsta mót á árinu.
Eins og svo oft í ár var Tiger í vandræðum með púttin sín. Löngu púttin gengu sérstaklega illa. Púttin voru ítrekað of stutt.
woods var svekktur eftir hringinn og en hann lék mjög vel fyrir utan púttin.