Innlent

Sveitastjóri blæs á lygasögur

Óskar Steingrímsson, sveitastjóri Reykhólahrepps.
Óskar Steingrímsson, sveitastjóri Reykhólahrepps.
Gengið verður til kosninga í Reykhólahreppi þann 24. júlí næstkomandi. Endurtaka þarf kosningarnar vegna mistaka sveitastjórans en það láðist að senda íbúum Flateyjar upplýsingar um sveitastjórnarkosningarnar á dögunum. Sveitastjórinn blæs á sögur þess efnis að hann hafi þegar sótt um aðra sveitastjórastöðu.

"Þetta eru bara lygar," segir Óskar Steingrímsson, sveitastjóri í Reykhólahreppi, spurður hvort rétt sé að hann hafi sótt um stöðu sveitastjóra í öðru sveitarfélagi. Hann segir að um róg manna innan bæjarfélagsins sé að ræða. Hann starfi og muni starfa af fullum heilindum.

Óskar segir leiðinlegt til þess að vita að menn skuli alltaf horfa á hið neikvæða í tilveruna. Margt gott sé að gerast í hreppnum. Vísir spurði Óskar út í Þörungaböð eiginkonu hans, sem umtöluð hafa verið í hreppnum, en hún hefur hlotið opinbera styrki til að bjóða ferðamönnum upp á þessa lúxus þjónustu.

"Það er trú manna að þetta geti verið ágætis viðbót í ferðamannaflóruna," segir Óskar.

Brotalamir voru í framkvæmd síðustu sveitastjórnarkosninga þegar íbúum Flateyjar barst ekki bréf um kosningarnar í tíma. Óskar fullyrðir að það muni ekki koma fyrir aftur. "Það verður allt gert eftir bókinni," segir hann.




Tengdar fréttir

Sveitastjóri Reykhólahrepps útilokar ekki afsögn

"Þetta eru jú mistök og það getur vel verið að hægt sé að skrifa þau á mig," segir Óskar Steingrímsson sveitastjóri í Reykhólahreppi. Úrskurðarnefnd um sveitastjórnarkosningarnar komst í gær að þeirri niðurstöðu að kosningarnar væru ógildar þar sem láðist að auglýsa þær í Flatey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×