Lífið

Déjà Vu frumsýnt á fimmtudag

Þorkell Einarsson skrifar
Í ár hefur Leikfélagið Verðandi ákveðið að setja á laggirnar frumsamið leikrit Bjarna Snæbjörnssonar en hann er jafnframt leikstjóri sýningarinnar. Þegar haft var samband við Bjarna sagði hann að leiksýningin í ár væri stórkostlegt sjónarspil sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

“Miðarnir hurfu bara” sagði Guðrún Linda Jóhannsdóttir, formaður Leikfélagsins Verðanda, aðspurð hvernig gengi að selja á frumsýningu Déjà Vu. Þykir henni sala miðanna hafa gengið með eindæmum vel og ljóst þykir að mikil eftirspurn er eftir sýningunni hér í Garðabæ.

Þegar haft var samband við Berglindi Björgvinsdóttur, eitt aðalhlutverka verksins, sagði hún að sýningin segði sögu nokkurra skólastelpna sem ráða lögum og lofum í framhaldsskólanum sínum þangað til sögunnar kemur nýr strákur sem er staðráðinn í því að fá vilja sínum framgegnt.

Frumsýnt verður á fimmtudaginn en leikhópurinn hefur setið hörðum höndum undanfarnar vikur og mánuði að gera sýninguna sem glæsilegasta. Að sögn Margrétar Sveinsdóttur, gjaldkera Verðanda, seldist upp á frumsýninguna á örfáum klukkustundum og því þykir ljóst að erfitt verður að tryggja sér sæti.

Allar nánari upplýsingar um sýningartíma og miðasölu má nálgast í síma 520-1600 alla virka daga.



Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa FG fyrir Skólalífið á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.