Einar Gunnarsson: Af „líffræðilegum fjölbreytileika“ 30. apríl 2010 10:02 Hæstvirtur umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kveður sér hljóðs í Fréttablaðinu 23. apríl síðast liðinn. Umfjöllunarefnið er barátta (hvað annað) fyrir vexti og viðgangi dýra og plöntutegunda og þeirri meintu ógn sem moðsuðuklisjunni óþjálu, um „líffræðilegan fjölbreytileika“ stafar af „framandi ágengum tegundum“. Er svo að skilja að á Íslandi ríki jafnvægi lífbreytileika og heilbrigðra vistkerfa. Draumaland sem beri að varðveita eins og steingerving, enda drjúpi smjör af sérhverju íslensku strái. Nú er það svo að Ísland geymir eitt mest raskaða gróðurvistkerfi í heimi af mannavöldum og flóra og fána einkennast öðru fremur af fábreytni. Sérstæðurnar á heimsvísu eru því fáar hvað varðar gróður og dýralíf, nema ef vera skyldi skortur á breytileika lífs. Sæmilega heilleg gróðurvistkerfi þekja innan við 5% af flatarmáli landsins og því er til þess að gera afmarkað verkefni að vernda þau. Þessi svæði flokkast eftir sem áður sem hálfnáttúruleg, því vart er lófa stór blettur á þessu landi sem ekki hefur orðið fyrir umtalsverðri röskun af mannavöldum, þótt ekki standi þar mannvirki eða sýnilegar mannvistarleifar, enda margar löngu borist á haf út. Í grein ráðherra eru fullyrðingar sem ástæða er til að staldra við og óska frekari rökstuðnings og heimilda fyrir, enda ber stjórnvaldi að gæta orða sinna og athafna í hvívetna. 1. Því er haldið fram sem alkunnum sannleika að „Lúpína og skógarkerfill [séu] ágengar tegundir og erfitt getur reynst að hemja útbreiðslu þeirra“. Nú er ekki gott að ræða þessar tvær ólíku tegundir í sömu andránni (hvað þá mink) þótt helstu talsmenn gegn framandi tegundum hafi tamið sér orðræðu öfga og haturs líkt og þeir sem tala um pestir, faraldra, glæpi og útlendinga með vaðal ógnar og heimóttaskapar. Fylgir gjarnan sögunni, á innsoginu, að fæðingatíðnin sé ógnvænleg. Um lúpínuna er talsvert vitað og um hálfrar aldar reynsla er af ræktun hennar, aðallega á verstu rofsvæðum landsins. Talsverð útbreiðsla hennar er þó að mestu til kominn vegna stórvirkra vélsáninga á vegum Landgræðslu ríkisins á skilgreindum landgræðslusvæðum en er ekki tilkominn vegna skjótrar útbreiðslu tegundarinnar sem slíkrar. Þá tóku skógræktar- og landverndarmenn (sem lengi hefur verið sama fólkið) lúpínu í sína þjónustu í árdaga skógræktar, t.d. til þess að græða upp rjúkandi flög á holtunum austan og sunnan Reykjavíkur. Þar er nú hafin skógrækt sem hefði verið nær ógjörningur áður en lúpínan var búin að mynda þykkan frjósaman jarðveg þar sem áður var fyrir líffjandsamlegur fokjarðvegur sem gerði borgarbúum lífið leitt á leið sinni til sjávar. Sínum augum lítur hver silfrið, en það sem einum virðist kostur getur öðrum fundist hinn versti löstur. Vart þarf þó að deila um að lúpínan bindur jarðveg og kolefni og á henni þrífst niturbindandi örvera. En íslenskur gróður líður fyrir nær algjöra þurrð á köfnunarefni eftir 11 alda rányrkju og skort á niturbindandi plöntum og skógarvistkerfum. Margskonar gróður þrífst í skjóli lúpínunnar og gróðurframvinda er til þess að gera hröð þar sem lúpína er. Samanborið við útbreiddasta manngerða gróðurvistkerfið, graslendi, batnar málstaður lúpínu en frekar. Það er svo skilgreiningaratriði hvort lúpína sé ágeng tegund. Ekki er útbreiðsluhraðanum fyrir að fara og vart fer lúpína yfir gróið land nema gróðurþekja sé lítil eða rof talsvert, líkt og algengt er í lyngmóum. Það er svo afstætt eftir aðstæðum hvort ekki sé bættur skaðinn. Lyngmóar eru oft þar sem áður óx skógur og eru því ekkert heilagt lokatakmark náttúrunnar sjálfrar, enda hefur hún, svo vitað sé, enga skoðun aðra en þá sem við gerum henni upp. Lítið er til af rannsóknum á áhrifum lúpínu á lífríkið en nokkrar um afmarkaða þætti. Um hegðan skógarkerfils í gjaldþrota íslensku gróðurvistkerfi er enn minna vitað en dæmi eru um að hann hafi náð nokkurri útbreiðslu í gömlum túnum, saurmenguðum skurðum og lúpínubreiðum og leggst þá hvít hula yfir bláa litinn, sem ætti að falla núverandi umhverfisráðherra vel í geð. 2. Í næstu setningu virðist sem Umhverfisráðherrann geirnegli kenningu um hina gríðarlegu ógn sem öllu lífi steðja af þessum skaðvöldum. „Í Hrísey hafa lúpína og skógarkerfill til að mynda orðið ríkjandi á þeim hluta eyjunnar sem er á náttúruminjaskrá vegna fjölskrúðugs gróðurs og fuglalífs. Þannig geta þessar plöntutegundir ógnað líffræðilegri fjölbreytni hér á landi“. Að hugsa sér að þessar plöntur skuli voga sér að haga sér svona í óþökk krossfaramanna um “líffræðilegan“ fjölbreytileika. En að öllu gamni slepptu, hvar eru rannsóknirnar sem styðja þessar fullyrðingar? Nú er það svo að þegar lúpínu var sáð í Hrísey var gróðurlendið mikið raskað og rofið. Því hefur nýlega verið haldið fram að lúpína þeki um 15% svæðisins sem er á náttúruminjaskrá og áður var örfoka og að það sé mikil ógn við rjúpnastofninn í landinu. Þetta er þó aðeins staðlaus staðhæfing, enda dvelja rjúpur gjarnan í lúpínubreiðum með unga sína ófleyga. Þar er og urmull skordýra og skjól fyrir fálka og mávum. Hagamýs kunna vel að meta aukna framlegð lúpínunnar, nokkuð sem uglur hagnýta sér. 3. „Ágengar framandi lífverur ógna ekki aðeins jafnvægi í náttúrunni heldur geta þær líka valdið fjárhagslegu tjóni“. Hvaðan er kenningin um að það ríki jafnvægi í náttúrunni komin? Er hún í einhverri reglugerð? Ráðherrann nefnir dæmi um svimandi háan kostnað ríkja Evrópusambandsins og kostnaðarfrekar lúpínuherferðir í Skaftafelli, málar ástandið með sterkum lit. Sér aðeins kostnað og ógn en lítur fram hjá virði vistþjónustu. Hvað þá að spurt sé þeirrar spurningar, hvað kalli á þessi útgjöld. Er þeirra þörf? Allir sem fást við ræktun eða líf yfirleitt vita að náttúran, hvort sem hún er með öllu eða að hluta manngerð, eða ósnortin, gefur og tekur, séð frá okkar stjórnsama sjónarhorni. Ef við yfirgæfum landið með búsmala og aðrar „framandi“ tegundir, yrði ásýnd landsins fljótt með öðrum brag og gróskumeira. „Ágengar“ innlendar tegundir yxu þar sem áður var gisinn holtagróður, krækilyngið hörfaði fyrir hágróðri og nýjar næmu land. Við stæðum frammi fyrir gríðarstóru vonlausu verkefni við að koma öllu í samt horf, heimkomin eða endurfædd. Alla vega ef við stilltum hlutunum upp eins og Svandís Svavarsdóttir í umræddri grein. Miklar væntingar til hennar hafa því breyst í vonbrigði þar sem hún rennir á skeið með krossförum trúarkenningar um að framandi ágengar tegundir séu helsta ógn við„líffræðilegan fjölbreytileika“. Boðberum bókstafstrúar sem einblína á undirgrein h. 8. greinar alþjóðasáttmála um lífbreytileika og túlka líkt og ofsatrúarsöfnuðir hina helgu bók. Orðræða sem er sláandi lík upprunafordómum. Þessi vegferð er feigðarflan og furðuleg forgangsröðun fjármuna á erfiðum tímum. Íslendingar hafa í gegnum aldirnar valdið algjöru vistfræðilegu gjaldþroti á landi og standa nú frammi fyrir skammarlegu skipbroti „hins íslenska efnahagsundurs“ sem líkt og hið fyrra var varðað góðum ásetningi, heimóttaskap, hefðarspeki, þjóðrembu, þagnar- og þjóðarlygi. Taumlaus rányrkja, græðgi og útrýmingarárátta á þar hlut að máli. Útrýmingarárátta sem refurinn hefur gefið langt nef um aldir. Líffræðileg fjölbreytileikasella ríkisins „ekki meir, ekki meir“. Bestu kveðjur frá Dalsmynni. Einar Gunnarsson, skógfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Hæstvirtur umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, kveður sér hljóðs í Fréttablaðinu 23. apríl síðast liðinn. Umfjöllunarefnið er barátta (hvað annað) fyrir vexti og viðgangi dýra og plöntutegunda og þeirri meintu ógn sem moðsuðuklisjunni óþjálu, um „líffræðilegan fjölbreytileika“ stafar af „framandi ágengum tegundum“. Er svo að skilja að á Íslandi ríki jafnvægi lífbreytileika og heilbrigðra vistkerfa. Draumaland sem beri að varðveita eins og steingerving, enda drjúpi smjör af sérhverju íslensku strái. Nú er það svo að Ísland geymir eitt mest raskaða gróðurvistkerfi í heimi af mannavöldum og flóra og fána einkennast öðru fremur af fábreytni. Sérstæðurnar á heimsvísu eru því fáar hvað varðar gróður og dýralíf, nema ef vera skyldi skortur á breytileika lífs. Sæmilega heilleg gróðurvistkerfi þekja innan við 5% af flatarmáli landsins og því er til þess að gera afmarkað verkefni að vernda þau. Þessi svæði flokkast eftir sem áður sem hálfnáttúruleg, því vart er lófa stór blettur á þessu landi sem ekki hefur orðið fyrir umtalsverðri röskun af mannavöldum, þótt ekki standi þar mannvirki eða sýnilegar mannvistarleifar, enda margar löngu borist á haf út. Í grein ráðherra eru fullyrðingar sem ástæða er til að staldra við og óska frekari rökstuðnings og heimilda fyrir, enda ber stjórnvaldi að gæta orða sinna og athafna í hvívetna. 1. Því er haldið fram sem alkunnum sannleika að „Lúpína og skógarkerfill [séu] ágengar tegundir og erfitt getur reynst að hemja útbreiðslu þeirra“. Nú er ekki gott að ræða þessar tvær ólíku tegundir í sömu andránni (hvað þá mink) þótt helstu talsmenn gegn framandi tegundum hafi tamið sér orðræðu öfga og haturs líkt og þeir sem tala um pestir, faraldra, glæpi og útlendinga með vaðal ógnar og heimóttaskapar. Fylgir gjarnan sögunni, á innsoginu, að fæðingatíðnin sé ógnvænleg. Um lúpínuna er talsvert vitað og um hálfrar aldar reynsla er af ræktun hennar, aðallega á verstu rofsvæðum landsins. Talsverð útbreiðsla hennar er þó að mestu til kominn vegna stórvirkra vélsáninga á vegum Landgræðslu ríkisins á skilgreindum landgræðslusvæðum en er ekki tilkominn vegna skjótrar útbreiðslu tegundarinnar sem slíkrar. Þá tóku skógræktar- og landverndarmenn (sem lengi hefur verið sama fólkið) lúpínu í sína þjónustu í árdaga skógræktar, t.d. til þess að græða upp rjúkandi flög á holtunum austan og sunnan Reykjavíkur. Þar er nú hafin skógrækt sem hefði verið nær ógjörningur áður en lúpínan var búin að mynda þykkan frjósaman jarðveg þar sem áður var fyrir líffjandsamlegur fokjarðvegur sem gerði borgarbúum lífið leitt á leið sinni til sjávar. Sínum augum lítur hver silfrið, en það sem einum virðist kostur getur öðrum fundist hinn versti löstur. Vart þarf þó að deila um að lúpínan bindur jarðveg og kolefni og á henni þrífst niturbindandi örvera. En íslenskur gróður líður fyrir nær algjöra þurrð á köfnunarefni eftir 11 alda rányrkju og skort á niturbindandi plöntum og skógarvistkerfum. Margskonar gróður þrífst í skjóli lúpínunnar og gróðurframvinda er til þess að gera hröð þar sem lúpína er. Samanborið við útbreiddasta manngerða gróðurvistkerfið, graslendi, batnar málstaður lúpínu en frekar. Það er svo skilgreiningaratriði hvort lúpína sé ágeng tegund. Ekki er útbreiðsluhraðanum fyrir að fara og vart fer lúpína yfir gróið land nema gróðurþekja sé lítil eða rof talsvert, líkt og algengt er í lyngmóum. Það er svo afstætt eftir aðstæðum hvort ekki sé bættur skaðinn. Lyngmóar eru oft þar sem áður óx skógur og eru því ekkert heilagt lokatakmark náttúrunnar sjálfrar, enda hefur hún, svo vitað sé, enga skoðun aðra en þá sem við gerum henni upp. Lítið er til af rannsóknum á áhrifum lúpínu á lífríkið en nokkrar um afmarkaða þætti. Um hegðan skógarkerfils í gjaldþrota íslensku gróðurvistkerfi er enn minna vitað en dæmi eru um að hann hafi náð nokkurri útbreiðslu í gömlum túnum, saurmenguðum skurðum og lúpínubreiðum og leggst þá hvít hula yfir bláa litinn, sem ætti að falla núverandi umhverfisráðherra vel í geð. 2. Í næstu setningu virðist sem Umhverfisráðherrann geirnegli kenningu um hina gríðarlegu ógn sem öllu lífi steðja af þessum skaðvöldum. „Í Hrísey hafa lúpína og skógarkerfill til að mynda orðið ríkjandi á þeim hluta eyjunnar sem er á náttúruminjaskrá vegna fjölskrúðugs gróðurs og fuglalífs. Þannig geta þessar plöntutegundir ógnað líffræðilegri fjölbreytni hér á landi“. Að hugsa sér að þessar plöntur skuli voga sér að haga sér svona í óþökk krossfaramanna um “líffræðilegan“ fjölbreytileika. En að öllu gamni slepptu, hvar eru rannsóknirnar sem styðja þessar fullyrðingar? Nú er það svo að þegar lúpínu var sáð í Hrísey var gróðurlendið mikið raskað og rofið. Því hefur nýlega verið haldið fram að lúpína þeki um 15% svæðisins sem er á náttúruminjaskrá og áður var örfoka og að það sé mikil ógn við rjúpnastofninn í landinu. Þetta er þó aðeins staðlaus staðhæfing, enda dvelja rjúpur gjarnan í lúpínubreiðum með unga sína ófleyga. Þar er og urmull skordýra og skjól fyrir fálka og mávum. Hagamýs kunna vel að meta aukna framlegð lúpínunnar, nokkuð sem uglur hagnýta sér. 3. „Ágengar framandi lífverur ógna ekki aðeins jafnvægi í náttúrunni heldur geta þær líka valdið fjárhagslegu tjóni“. Hvaðan er kenningin um að það ríki jafnvægi í náttúrunni komin? Er hún í einhverri reglugerð? Ráðherrann nefnir dæmi um svimandi háan kostnað ríkja Evrópusambandsins og kostnaðarfrekar lúpínuherferðir í Skaftafelli, málar ástandið með sterkum lit. Sér aðeins kostnað og ógn en lítur fram hjá virði vistþjónustu. Hvað þá að spurt sé þeirrar spurningar, hvað kalli á þessi útgjöld. Er þeirra þörf? Allir sem fást við ræktun eða líf yfirleitt vita að náttúran, hvort sem hún er með öllu eða að hluta manngerð, eða ósnortin, gefur og tekur, séð frá okkar stjórnsama sjónarhorni. Ef við yfirgæfum landið með búsmala og aðrar „framandi“ tegundir, yrði ásýnd landsins fljótt með öðrum brag og gróskumeira. „Ágengar“ innlendar tegundir yxu þar sem áður var gisinn holtagróður, krækilyngið hörfaði fyrir hágróðri og nýjar næmu land. Við stæðum frammi fyrir gríðarstóru vonlausu verkefni við að koma öllu í samt horf, heimkomin eða endurfædd. Alla vega ef við stilltum hlutunum upp eins og Svandís Svavarsdóttir í umræddri grein. Miklar væntingar til hennar hafa því breyst í vonbrigði þar sem hún rennir á skeið með krossförum trúarkenningar um að framandi ágengar tegundir séu helsta ógn við„líffræðilegan fjölbreytileika“. Boðberum bókstafstrúar sem einblína á undirgrein h. 8. greinar alþjóðasáttmála um lífbreytileika og túlka líkt og ofsatrúarsöfnuðir hina helgu bók. Orðræða sem er sláandi lík upprunafordómum. Þessi vegferð er feigðarflan og furðuleg forgangsröðun fjármuna á erfiðum tímum. Íslendingar hafa í gegnum aldirnar valdið algjöru vistfræðilegu gjaldþroti á landi og standa nú frammi fyrir skammarlegu skipbroti „hins íslenska efnahagsundurs“ sem líkt og hið fyrra var varðað góðum ásetningi, heimóttaskap, hefðarspeki, þjóðrembu, þagnar- og þjóðarlygi. Taumlaus rányrkja, græðgi og útrýmingarárátta á þar hlut að máli. Útrýmingarárátta sem refurinn hefur gefið langt nef um aldir. Líffræðileg fjölbreytileikasella ríkisins „ekki meir, ekki meir“. Bestu kveðjur frá Dalsmynni. Einar Gunnarsson, skógfræðingur
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun