Innlent

Dale Carnegie hér vekur athygli í vestri

Starfsfólk Dale Carnegie fagnaði vel þegar það tók við verðlaunum í Bandaríkjunum á dögunum.
Starfsfólk Dale Carnegie fagnaði vel þegar það tók við verðlaunum í Bandaríkjunum á dögunum.
„Við erum rosalega montin af okkar fólki,“ segir Unnur Magnús­dóttir, eigandi Dale Carnegie á Íslandi.

Fimmtán manna hópur frá Dale Carnegie á Íslandi rakaði til sín verðlaunum á ráðstefnu fyrirtækisins í Miami í Bandaríkjunum á dögunum. Vörumerkið hér fékk fyrstu verðlaun frá móðurfélaginu ytra fyrir framúrskarandi árangur á milli ára. Þá tóku þær Anna Guðrún Steinsen og Ragnheiður Aradóttir 1. og 2. sæti í flokknum besti þjálfari í Evrópu, Afríku og Mið-Austurlöndum.

Unnur var sjálf á meðal helstu ræðumanna á ráðstefnunni en þar fór hún yfir aðstæður íslenskra fyrirtækja.

„Þetta hefur verið mjög erfitt. Þegar allt fór á hliðina gaf Dale Carnegie þau ráð að gefa í og auka útgjöld til markaðsmála. Það gerðum við og eyddum hverri einustu krónu sem við áttum í markaðssetningu. Við erum á því að það hafi skilað sér,“ segir Unnur og bætir við að samstarfsfólki hennar úti finnist með ólíkindum hvernig Íslandi hafi tekist til miðað við önnur og mun stærri lönd.

„Þeir ná því ekki að þótt við séum rétt rúmlega 300 þúsund veltum við meiru en rúmlega fjörutíu milljóna manna markaður á Spáni,“ segir hún.- jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×