Íslenski boltinn

Haukar biðjast afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Ómar, til vinstri, í leiknum í gær.
Kristján Ómar, til vinstri, í leiknum í gær. Mynd/Valli

Haukarnir Kristján Ómar Björnsson og Guðjón Pétur Lýðsson hafa beðist afsökunar á framferði sínu í leik liðsins gegn Stjörnunnar í gær.

Þeim félögum sinnaðist þegar taka átti aukaspyrnu í leiknum í gær. Þeim viðskiptum lauk með því að Guðjón Pétur fékk að líta gula spjaldið.

Yfirlýsingu Kristjáns Ómars og Guðjóns Péturs birtist á heimasíðu Hauka og má lesa hér:

„Við undirritaðir leikmenn meistaraflokks Hauka í knattspyrnu hörmum það atvik sem kom upp á milli okkar félaganna í leik Hauka og Stjörnunnar í gærkvöldi. Hnútukast milli liðsmanna, sem og góðra félaga er óásættanlegt. Haukar hafa ætíð lagt á það áherslu að byggja upp góðan liðsanda og trausta og góða umgjörð um allt starf Hauka. Framkoma okkar var ekki til fyrirmyndar og á henni biðjumst við afsökunnar. Við heitum stuðningsmönnum því að láta umrætt atvik ekki hafa áhrif á liðsanda og leikgleði okkar Haukanna.

Áfram Haukar

Guðjón Pétur Lýðsson

Kristján Ómar Björnsson"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×