Barist um bensíndropann 15. júní 2010 06:00 Orkan Lítrinn er fimm krónum ódýrari á Suðurlandi en annars staðar. Mikið verðstríð geisar milli olíufélaganna. Það sýnir að svigrúm er fyrir hagræðingu og samkeppni á eldsneytismarkaðnum, að sögn Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda. „Það er greinilega sveigjanleiki til staðar, sem gerir það að verkum að hægt er að lækka bensínverð. Þrátt fyrir það er verðið enn mjög hátt,“ segir hann. Sautján króna munur var á hæsta og lægsta verði á 95 oktana bensíni á Suðurlandi í gær. Munurinn var minni í öðrum landshlutum. „Menn byrja að lækka þegar styttist í ferðamannatímann. Einn byrjar og svo fylgja hinir á eftir,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Hann bendir á að lægsta verðið hafi í nokkur ár verið í Hveragerði. Það hafi teygt sig yfir til Selfoss. Þar er stutt á milli bensínstöðva og samkeppnin eftir því hörð. Þaðan hafi samkeppnin færst víðar, svo sem á Vesturland. Enginn verðmunur er nú á milli stærstu mönnuðu stöðvanna og ómannaðra. Í uppsveitum Árnessýslu þar sem samkeppnin er minni, er fullt listaverð í gildi. „Ef ekki væri fyrir blússandi verðstríð væri verðið nær tvö hundruð krónum á lítrann,“ segir Hermann. Hann reiknar með stöðugu verði í sumar. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, tekur í sama streng og Hermann; lægsta bensínverðið einskorðist við Suðurland. Þar sé stutt á milli stöðva og samkeppnisaðilar komist síður upp með verðhækkun. Hann segir svipað hafa gerst í Borgarnesi. Lítrinn er nú um fimm krónum ódýrari á Suðurlandi en annars staðar á landinu, þar sem hann kostar um 190 krónur. - sv, jab Fréttir Innlent Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Mikið verðstríð geisar milli olíufélaganna. Það sýnir að svigrúm er fyrir hagræðingu og samkeppni á eldsneytismarkaðnum, að sögn Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda. „Það er greinilega sveigjanleiki til staðar, sem gerir það að verkum að hægt er að lækka bensínverð. Þrátt fyrir það er verðið enn mjög hátt,“ segir hann. Sautján króna munur var á hæsta og lægsta verði á 95 oktana bensíni á Suðurlandi í gær. Munurinn var minni í öðrum landshlutum. „Menn byrja að lækka þegar styttist í ferðamannatímann. Einn byrjar og svo fylgja hinir á eftir,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Hann bendir á að lægsta verðið hafi í nokkur ár verið í Hveragerði. Það hafi teygt sig yfir til Selfoss. Þar er stutt á milli bensínstöðva og samkeppnin eftir því hörð. Þaðan hafi samkeppnin færst víðar, svo sem á Vesturland. Enginn verðmunur er nú á milli stærstu mönnuðu stöðvanna og ómannaðra. Í uppsveitum Árnessýslu þar sem samkeppnin er minni, er fullt listaverð í gildi. „Ef ekki væri fyrir blússandi verðstríð væri verðið nær tvö hundruð krónum á lítrann,“ segir Hermann. Hann reiknar með stöðugu verði í sumar. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, tekur í sama streng og Hermann; lægsta bensínverðið einskorðist við Suðurland. Þar sé stutt á milli stöðva og samkeppnisaðilar komist síður upp með verðhækkun. Hann segir svipað hafa gerst í Borgarnesi. Lítrinn er nú um fimm krónum ódýrari á Suðurlandi en annars staðar á landinu, þar sem hann kostar um 190 krónur. - sv, jab
Fréttir Innlent Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira