Segir að upplýsingum hafi verið leynt 4. júní 2010 04:00 Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur telur að lág arðsemi og óbreytt gjaldskrá standi fyrirtækinu fyrir þrifum þegar leitað hafi verið eftir nýju lánsfé, bæði innanlands og utan. fréttablaðið/gva „Þetta er auðvitað stórmál," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn um mögulega hækkun á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þarf hún að hækka um tugi prósenta, eigi að mæta arðsemiskröfu aðeins með gjaldskrárhækkun. Dagur segir fyrirtæki og heimili síst þurfa auknar álögur. „Hin hliðin á þessu er sú að upplýsingum um þessa uppsöfnuðu þörf um gjaldskrárhækkanir hefur verið haldið leyndum fyrir borgarbúum og birtast núna daginn eftir kosningar. Það eitt og sér er grafalvarlegt mál." Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir ekki rétt að málið hafi ekki verið rætt fyrir kosningar. Það hafi verið tekið upp í borgarstjórn og borgarráði, og hún formlega gert grein fyrir því 19. maí. Þá hafi upplýsingarnar verið lagðar fram á næsta stjórnarfundi OR eftir að um þær var beðið. Hanna segir fráleitt að gera ráð fyrir svo miklum hækkunum. „Sú hækkunarþörf sem þarna er sett fram er að mínu mati fráleit, enda eru engin rök fyrir því að mæta fjárþörf OR til næstu fimm ára með því einu að sækja fé til almennings. Spurningin, af hálfu Samfylkingarinnar, er þess eðlis að hún kallar á svör sem eru ekki í neinu samræmi við það sem gera þarf hjá Orkuveitunni." Hanna segir að haldið verði áfram í hagræðingu og verkefnum sem tryggi bættan rekstur. Hún áréttar að staðið hafi verið við að hækka ekki gjaldskrá síðustu tvö ár og hún verði ekki hækkuð á þessu ári. „Ég hef ítrekað sagt það og sagði það margoft fyrir kosningar að gjaldskrár yrðu ekki hækkaðar á þessu ári og hækkanir á komandi árum yrðu skoðaðar miðað við verðlag." Dagur segir menn hafa kallað eftir upplýsingunum í næstum hálft ár og það sé ábyrgðarleysi af Hönnu Birnu að víkja sér undan því að birta borgarbúum mynd af stöðu fyrirtækisins. „Þetta er reikningurinn fyrir stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks síðustu fjögur ár." Hann segist ekki treysta sér til að segja hvort væntanlegur meirihluti Samfylkingar og Besta flokks muni hækka gjaldskrána. Til þeirrar ákvörðunar þurfi gögn og réttar upplýsingar sem ekki hafi fengist. Þess má geta að matsfyrirtækið Moodys mat horfur um lánshæfi OR neikvæðar í mars, meðal annars vegna þess að gjaldskráin hafði ekki verið hækkuð. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
„Þetta er auðvitað stórmál," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn um mögulega hækkun á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þarf hún að hækka um tugi prósenta, eigi að mæta arðsemiskröfu aðeins með gjaldskrárhækkun. Dagur segir fyrirtæki og heimili síst þurfa auknar álögur. „Hin hliðin á þessu er sú að upplýsingum um þessa uppsöfnuðu þörf um gjaldskrárhækkanir hefur verið haldið leyndum fyrir borgarbúum og birtast núna daginn eftir kosningar. Það eitt og sér er grafalvarlegt mál." Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir ekki rétt að málið hafi ekki verið rætt fyrir kosningar. Það hafi verið tekið upp í borgarstjórn og borgarráði, og hún formlega gert grein fyrir því 19. maí. Þá hafi upplýsingarnar verið lagðar fram á næsta stjórnarfundi OR eftir að um þær var beðið. Hanna segir fráleitt að gera ráð fyrir svo miklum hækkunum. „Sú hækkunarþörf sem þarna er sett fram er að mínu mati fráleit, enda eru engin rök fyrir því að mæta fjárþörf OR til næstu fimm ára með því einu að sækja fé til almennings. Spurningin, af hálfu Samfylkingarinnar, er þess eðlis að hún kallar á svör sem eru ekki í neinu samræmi við það sem gera þarf hjá Orkuveitunni." Hanna segir að haldið verði áfram í hagræðingu og verkefnum sem tryggi bættan rekstur. Hún áréttar að staðið hafi verið við að hækka ekki gjaldskrá síðustu tvö ár og hún verði ekki hækkuð á þessu ári. „Ég hef ítrekað sagt það og sagði það margoft fyrir kosningar að gjaldskrár yrðu ekki hækkaðar á þessu ári og hækkanir á komandi árum yrðu skoðaðar miðað við verðlag." Dagur segir menn hafa kallað eftir upplýsingunum í næstum hálft ár og það sé ábyrgðarleysi af Hönnu Birnu að víkja sér undan því að birta borgarbúum mynd af stöðu fyrirtækisins. „Þetta er reikningurinn fyrir stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks síðustu fjögur ár." Hann segist ekki treysta sér til að segja hvort væntanlegur meirihluti Samfylkingar og Besta flokks muni hækka gjaldskrána. Til þeirrar ákvörðunar þurfi gögn og réttar upplýsingar sem ekki hafi fengist. Þess má geta að matsfyrirtækið Moodys mat horfur um lánshæfi OR neikvæðar í mars, meðal annars vegna þess að gjaldskráin hafði ekki verið hækkuð. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira