Innlent

Fjölskylduhjálpin fær tíu milljónir frá Íslandsbanka

Björn Sveinsson, Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður og Þórunn K. Matthíasdóttir varaformaður Fjölskylduhjálpar Íslands.
Björn Sveinsson, Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður og Þórunn K. Matthíasdóttir varaformaður Fjölskylduhjálpar Íslands.
Útibú Íslandsbanka á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og í Reykjanesbæ hafa ákveðið að styrkja starfsemi Fjölskylduhjálpar Íslands um sem nemur 10 milljónum króna. Styrkurinn rennur beint til kaupa á nauðsynjavöru fyrir skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar á þessum svæðum.

Björn Sveinsson, útibústjóri Íslandsbanka á Kirkjusandi afhenti fulltrúum Fjölskylduhjálparinnar styrkinn fyrir hönd útibúa bankans á höfuðborgarsvæðinu.

Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands segir styrkina vera eins og hinmasendingu og koma sér ákaflega vel. Þetta sé hæsti styrkur sem Fjölskylduhjálp Íslands hefur borist frá stofnun samtakanna árið 2003 og erum við full þakklæti til útibúa Íslandsbanka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×