Fótbolti

Slök vörn Englendinga er veikleikinn þeirra

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Belhadj í leiknum gegn Slóveníu.
Belhadj í leiknum gegn Slóveníu. AFP
Slök vörn Englendinga er eitthvað sem við getum nýtt okkur. Þetta er kalt mat varnarmannsins Nadir Belhadj, sem spilar með landsliði Alsír.

Leikurinn á föstudaginn er mikilvægur þar sem Alsír er úr leik tapi það á meðan England verður að vinna til að eiga möguleika á toppsæti riðilsins.

"Þetta er mjög mikilvægur leikur gegn Englandi, sem eru klárlega með betra lið en við," sagði hreinskilinn Belhadj sem leikur með Portsmouth.

"En vörnin er þeirra veikleiki, hún er frekar slök, og við þurfum að nýta okkur það. Við verðum að sýna betri sóknarleik en við gerðum gegn Slóvenum," sagði varnarmaðurinn en Alsír tapaði þeim leik 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×