Innlent

Mamma greip til sinna ráða

Gissur Sigurðsson skrifar
Klukka hvað?
Klukka hvað?

Móðir forfallins tölvufíkils á unglingsaldri setti son sinn í einskonar inngöngubann á Akureyri í nótt. Hún hleypti honum ekki inn á heimilið eftir að hann hafði gleymt sér í nýjum tölvuleik heima hjá vini sínum og kom ekki þaðan fyrr en klukkan þrjú í nótt.

Hann hafði svikið öll loforð um að koma heim á réttum tíma í gærkvöldi og að halda sig frá tölvuleikjum. Ráðþrota leitaði unglingurinn á náðir lögreglunnar, enda kalt úti á Akureyri í nótt. Eftir nokkrar samningaviðræður lögreglu við móðurina féllst hún á að pilturinn fegni að sofa heima frekar en í fangaklefa, en gegn loforði um að hemja tölvufíknina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×