Höfuðpaur í fíkniefnamáli sýknaður en annar dæmdur Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. desember 2010 16:52 Davíð Garðarsson var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Guðlaugur Agnar Guðmundsson, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í sumar, fyrir aðild að stórkostlegu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands og peningaþvætti tengdum innflutningnum, var sýknaður af ákæru um fíkniefnasmyglið í Hæstarétti í dag. Hann var hins vegar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvættið. Héraðsdómur hafði fundið þá Davíð Garðarsson og Guðlaug Agnar seka um að bera höfuðábyrgð á smyglinu. Þeir fengu báðir jafn langa dóma í héraði. Hæstiréttur segir hins vegar að Guðlaugur hafi neitað sök, á öllum stigum málsins. Í upphafi hafi rannsókn málsins snúið að honum einum og sími hans verið hlustaður í nokkurn tíma. Þá hafi legið fyrir að þau fíkniefni sem um ræddi í málinu höfðu verið flutt með bifreið sem Guðlaugur hafði haft afnot af. Annar sakborningur í málinu, sem iðulega er kallaður Æ í dómnum, hafi borið því við í skýrslutöku hjá lögreglu að Guðlaugur hafi beðið hann um fá mann til að flytja fíkniefnin hingað til lands sem hann hafi gert. Fyrir dómi hafi Æ lýst atvikum á annan veg og borið því við að hann og Pétur Jökull Jónasson hafi staðið saman að skipulagi innflutningsins. Hæstiréttur kemst því að þeirri niðurstöðu að þó fullt tilefni væri til að draga þessa frásögn í efa yrði ekki fram hjá því horft að fyrir dómi hefði enginn borið um hlut Guðlaugs að innflutningnum, sem Æ hafi einn lýst í lögregluskýrslu. Samkvæmt þessu væri ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að Guðlaugur hafi átt þátt að innflutningi fíkniefnanna og var hann sýknaður af þeim sökum. Refsing Péturs Jökuls Jónassonar var milduð úr þriggja ára fangelsi í tveggja ára fangelsi. Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir „Ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Sjá meira
Guðlaugur Agnar Guðmundsson, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í sumar, fyrir aðild að stórkostlegu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands og peningaþvætti tengdum innflutningnum, var sýknaður af ákæru um fíkniefnasmyglið í Hæstarétti í dag. Hann var hins vegar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvættið. Héraðsdómur hafði fundið þá Davíð Garðarsson og Guðlaug Agnar seka um að bera höfuðábyrgð á smyglinu. Þeir fengu báðir jafn langa dóma í héraði. Hæstiréttur segir hins vegar að Guðlaugur hafi neitað sök, á öllum stigum málsins. Í upphafi hafi rannsókn málsins snúið að honum einum og sími hans verið hlustaður í nokkurn tíma. Þá hafi legið fyrir að þau fíkniefni sem um ræddi í málinu höfðu verið flutt með bifreið sem Guðlaugur hafði haft afnot af. Annar sakborningur í málinu, sem iðulega er kallaður Æ í dómnum, hafi borið því við í skýrslutöku hjá lögreglu að Guðlaugur hafi beðið hann um fá mann til að flytja fíkniefnin hingað til lands sem hann hafi gert. Fyrir dómi hafi Æ lýst atvikum á annan veg og borið því við að hann og Pétur Jökull Jónasson hafi staðið saman að skipulagi innflutningsins. Hæstiréttur kemst því að þeirri niðurstöðu að þó fullt tilefni væri til að draga þessa frásögn í efa yrði ekki fram hjá því horft að fyrir dómi hefði enginn borið um hlut Guðlaugs að innflutningnum, sem Æ hafi einn lýst í lögregluskýrslu. Samkvæmt þessu væri ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að Guðlaugur hafi átt þátt að innflutningi fíkniefnanna og var hann sýknaður af þeim sökum. Refsing Péturs Jökuls Jónassonar var milduð úr þriggja ára fangelsi í tveggja ára fangelsi.
Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir „Ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Sjá meira