Höfuðpaur í fíkniefnamáli sýknaður en annar dæmdur Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. desember 2010 16:52 Davíð Garðarsson var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Guðlaugur Agnar Guðmundsson, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í sumar, fyrir aðild að stórkostlegu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands og peningaþvætti tengdum innflutningnum, var sýknaður af ákæru um fíkniefnasmyglið í Hæstarétti í dag. Hann var hins vegar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvættið. Héraðsdómur hafði fundið þá Davíð Garðarsson og Guðlaug Agnar seka um að bera höfuðábyrgð á smyglinu. Þeir fengu báðir jafn langa dóma í héraði. Hæstiréttur segir hins vegar að Guðlaugur hafi neitað sök, á öllum stigum málsins. Í upphafi hafi rannsókn málsins snúið að honum einum og sími hans verið hlustaður í nokkurn tíma. Þá hafi legið fyrir að þau fíkniefni sem um ræddi í málinu höfðu verið flutt með bifreið sem Guðlaugur hafði haft afnot af. Annar sakborningur í málinu, sem iðulega er kallaður Æ í dómnum, hafi borið því við í skýrslutöku hjá lögreglu að Guðlaugur hafi beðið hann um fá mann til að flytja fíkniefnin hingað til lands sem hann hafi gert. Fyrir dómi hafi Æ lýst atvikum á annan veg og borið því við að hann og Pétur Jökull Jónasson hafi staðið saman að skipulagi innflutningsins. Hæstiréttur kemst því að þeirri niðurstöðu að þó fullt tilefni væri til að draga þessa frásögn í efa yrði ekki fram hjá því horft að fyrir dómi hefði enginn borið um hlut Guðlaugs að innflutningnum, sem Æ hafi einn lýst í lögregluskýrslu. Samkvæmt þessu væri ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að Guðlaugur hafi átt þátt að innflutningi fíkniefnanna og var hann sýknaður af þeim sökum. Refsing Péturs Jökuls Jónassonar var milduð úr þriggja ára fangelsi í tveggja ára fangelsi. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Guðlaugur Agnar Guðmundsson, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í sumar, fyrir aðild að stórkostlegu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands og peningaþvætti tengdum innflutningnum, var sýknaður af ákæru um fíkniefnasmyglið í Hæstarétti í dag. Hann var hins vegar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvættið. Héraðsdómur hafði fundið þá Davíð Garðarsson og Guðlaug Agnar seka um að bera höfuðábyrgð á smyglinu. Þeir fengu báðir jafn langa dóma í héraði. Hæstiréttur segir hins vegar að Guðlaugur hafi neitað sök, á öllum stigum málsins. Í upphafi hafi rannsókn málsins snúið að honum einum og sími hans verið hlustaður í nokkurn tíma. Þá hafi legið fyrir að þau fíkniefni sem um ræddi í málinu höfðu verið flutt með bifreið sem Guðlaugur hafði haft afnot af. Annar sakborningur í málinu, sem iðulega er kallaður Æ í dómnum, hafi borið því við í skýrslutöku hjá lögreglu að Guðlaugur hafi beðið hann um fá mann til að flytja fíkniefnin hingað til lands sem hann hafi gert. Fyrir dómi hafi Æ lýst atvikum á annan veg og borið því við að hann og Pétur Jökull Jónasson hafi staðið saman að skipulagi innflutningsins. Hæstiréttur kemst því að þeirri niðurstöðu að þó fullt tilefni væri til að draga þessa frásögn í efa yrði ekki fram hjá því horft að fyrir dómi hefði enginn borið um hlut Guðlaugs að innflutningnum, sem Æ hafi einn lýst í lögregluskýrslu. Samkvæmt þessu væri ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að Guðlaugur hafi átt þátt að innflutningi fíkniefnanna og var hann sýknaður af þeim sökum. Refsing Péturs Jökuls Jónassonar var milduð úr þriggja ára fangelsi í tveggja ára fangelsi.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira