Frábær fótboltaleikur í spilunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2010 11:00 Fyrirliðarnir með bikarinn á milli sín. Fréttablaðið/Valli Það er allt til alls til þess að bikarúrslitaleikur FH og KR í dag bjóði upp á allt sem menn vilja sjá í stærsta leik sumarsins. Tvö af skemmtilegustu og vinsælustu liðum landsins mæta til leiks full af sjálfstrausti eftir gott gengi undanfarið og leikurinn er aftur leikinn í sumarblíðunni í ágúst í stað þess að vera leikinn í frosti og kulda í byrjun vetrar. Félögin búast við góðri aðsókn á leikinn í kvöld og hafa sett stefnuna á að bæta áhorfendametið frá 1999 þegar 7.401 komu á leik KR og ÍA. Leikurinn var færður til sex í kvöld til þess að gera tímasetningu hans enn áhugaverðari fyrir knattspyrnuáhugafólk sem vill eiga gott kvöld í Laugardalnum. Fyrirliðar liðanna, Matthías Vilhjálmsson hjá FH og Bjarni Guðjónsson hjá KR, gátu ekki leynt spenningi sínum á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þetta eru tvö skemmtileg lið og það er útlit fyrir mjög skemmtilegan dag," sagði Bjarni Guðjónsson og kollegi hans fagnar sérstaklega breyttri tímasetningu. „Ég vona að áhorfendametið verði slegið. Það er búið að bíða lengi eftir því að bikarúrslitaleikurinn yrði færður fram í ágúst. Fólk er búið að vera með teppi utan um sig í október og vonast eftir því að leikurinn fari ekki í framlengingu. Ég held að þetta sé fullkominn tími fyrir leikinn og vona að veðrið verði prýðilegt því þá held ég að þetta gæti orðið flott," sagði Matthías. Bjarni Guðjónsson hefur góðan samanburð á því að spila leik í ágúst og október. „Það var tvennt ólíkt að spila bikarúrslitaleikinn 1996 og 2008. 1996 var þetta sumarleikur í ágúst, stúkan var full og þetta var meiri háttar gaman. Titillinn var ekkert verri 2008 en stemningin á vellinum var allt önnur þegar við vorum að spila leikinn við vetraraðstæður í október," sagði Bjarni. Báðir töluðu þeir Matthías og Bjarni um breytinguna á KR-liðinu eftir að Rúnar Kristinsson tók við KR-liðinu á dögunum. Síðan þá hefur liðið unnið fjóra leiki í röð hér á landi og aðeins fengið á sig eitt mark í þessum leikjum. „KR-ingar eru orðnir aðeins þéttari eftir að Rúnar kom inn og gefa færri færi á sér. Ég veit ekki hvort þeir muni spila öðruvísi á móti okkur en í síðustu leikjum en þeir eru alltaf mjög hættulegir fram á við. Við erum það líka og því held ég að þetta verði opinn og skemmtilegur leikur," segir Matthías. „Rúnar er mjög hæfur þjálfari og ég dáist að honum hvað hann kom inn með sínar hugmyndir. Hann einfaldaði hugsunarháttinn og einfaldaði skilaboð til leikmannanna. Svo er líka hitt að menn eru farnir að gera það sem er verið að biðja þá um að gera," sagði Bjarni og bætti við: „Hann hefur úr ágætishóp að velja og hann hefur verið duglegur að velja rétt lið fyrir hvern og einn leik. Við viljum vera í þessum gír sem við erum komnir í núna. Það er komið mikið sjálfstraust í liðið og trúin á að geta unnið leiki er komin aftur," segir Bjarni sem ber þetta tímabil við það í fyrra. „Við erum að gera svipaða hluti og við gerðum í fyrra. Við byrjuðum mótið helst til of seint en erum komnir núna á fínt skrið. Það er ágætt fyrir okkur að fá þennan leik núna þegar við getum komið inn í stærsta leik sumarsins með sjálfstraustið í botni," segir Bjarni. Matthías átti sinn þátt í bikarsigri FH fyrir þremur árum. „Ég spilaði flest alla leiki sumarið 2007 þar til í bikarúrslitaleiknum þar sem ég var á bekknum. Ég kom inn á í stöðunni 1-1 í framlengingu og við unnum 2-1. Ég vonast til að fá að vera með frá byrjun núna," sagði Matthías. Bikarmeistaratitillinn frá 2008 er eini titill KR-inga undanfarin sex ár og FH-ingar hafa aðeins unnið hann einu sinni áður þrátt fyrir að hafa verið yfirburðalið í íslenska fótboltanum undanfarin sex ár. Hungrið ætti því að vera til staðar í báðum herbúðum. Íslenski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Það er allt til alls til þess að bikarúrslitaleikur FH og KR í dag bjóði upp á allt sem menn vilja sjá í stærsta leik sumarsins. Tvö af skemmtilegustu og vinsælustu liðum landsins mæta til leiks full af sjálfstrausti eftir gott gengi undanfarið og leikurinn er aftur leikinn í sumarblíðunni í ágúst í stað þess að vera leikinn í frosti og kulda í byrjun vetrar. Félögin búast við góðri aðsókn á leikinn í kvöld og hafa sett stefnuna á að bæta áhorfendametið frá 1999 þegar 7.401 komu á leik KR og ÍA. Leikurinn var færður til sex í kvöld til þess að gera tímasetningu hans enn áhugaverðari fyrir knattspyrnuáhugafólk sem vill eiga gott kvöld í Laugardalnum. Fyrirliðar liðanna, Matthías Vilhjálmsson hjá FH og Bjarni Guðjónsson hjá KR, gátu ekki leynt spenningi sínum á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þetta eru tvö skemmtileg lið og það er útlit fyrir mjög skemmtilegan dag," sagði Bjarni Guðjónsson og kollegi hans fagnar sérstaklega breyttri tímasetningu. „Ég vona að áhorfendametið verði slegið. Það er búið að bíða lengi eftir því að bikarúrslitaleikurinn yrði færður fram í ágúst. Fólk er búið að vera með teppi utan um sig í október og vonast eftir því að leikurinn fari ekki í framlengingu. Ég held að þetta sé fullkominn tími fyrir leikinn og vona að veðrið verði prýðilegt því þá held ég að þetta gæti orðið flott," sagði Matthías. Bjarni Guðjónsson hefur góðan samanburð á því að spila leik í ágúst og október. „Það var tvennt ólíkt að spila bikarúrslitaleikinn 1996 og 2008. 1996 var þetta sumarleikur í ágúst, stúkan var full og þetta var meiri háttar gaman. Titillinn var ekkert verri 2008 en stemningin á vellinum var allt önnur þegar við vorum að spila leikinn við vetraraðstæður í október," sagði Bjarni. Báðir töluðu þeir Matthías og Bjarni um breytinguna á KR-liðinu eftir að Rúnar Kristinsson tók við KR-liðinu á dögunum. Síðan þá hefur liðið unnið fjóra leiki í röð hér á landi og aðeins fengið á sig eitt mark í þessum leikjum. „KR-ingar eru orðnir aðeins þéttari eftir að Rúnar kom inn og gefa færri færi á sér. Ég veit ekki hvort þeir muni spila öðruvísi á móti okkur en í síðustu leikjum en þeir eru alltaf mjög hættulegir fram á við. Við erum það líka og því held ég að þetta verði opinn og skemmtilegur leikur," segir Matthías. „Rúnar er mjög hæfur þjálfari og ég dáist að honum hvað hann kom inn með sínar hugmyndir. Hann einfaldaði hugsunarháttinn og einfaldaði skilaboð til leikmannanna. Svo er líka hitt að menn eru farnir að gera það sem er verið að biðja þá um að gera," sagði Bjarni og bætti við: „Hann hefur úr ágætishóp að velja og hann hefur verið duglegur að velja rétt lið fyrir hvern og einn leik. Við viljum vera í þessum gír sem við erum komnir í núna. Það er komið mikið sjálfstraust í liðið og trúin á að geta unnið leiki er komin aftur," segir Bjarni sem ber þetta tímabil við það í fyrra. „Við erum að gera svipaða hluti og við gerðum í fyrra. Við byrjuðum mótið helst til of seint en erum komnir núna á fínt skrið. Það er ágætt fyrir okkur að fá þennan leik núna þegar við getum komið inn í stærsta leik sumarsins með sjálfstraustið í botni," segir Bjarni. Matthías átti sinn þátt í bikarsigri FH fyrir þremur árum. „Ég spilaði flest alla leiki sumarið 2007 þar til í bikarúrslitaleiknum þar sem ég var á bekknum. Ég kom inn á í stöðunni 1-1 í framlengingu og við unnum 2-1. Ég vonast til að fá að vera með frá byrjun núna," sagði Matthías. Bikarmeistaratitillinn frá 2008 er eini titill KR-inga undanfarin sex ár og FH-ingar hafa aðeins unnið hann einu sinni áður þrátt fyrir að hafa verið yfirburðalið í íslenska fótboltanum undanfarin sex ár. Hungrið ætti því að vera til staðar í báðum herbúðum.
Íslenski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira