Frábær fótboltaleikur í spilunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2010 11:00 Fyrirliðarnir með bikarinn á milli sín. Fréttablaðið/Valli Það er allt til alls til þess að bikarúrslitaleikur FH og KR í dag bjóði upp á allt sem menn vilja sjá í stærsta leik sumarsins. Tvö af skemmtilegustu og vinsælustu liðum landsins mæta til leiks full af sjálfstrausti eftir gott gengi undanfarið og leikurinn er aftur leikinn í sumarblíðunni í ágúst í stað þess að vera leikinn í frosti og kulda í byrjun vetrar. Félögin búast við góðri aðsókn á leikinn í kvöld og hafa sett stefnuna á að bæta áhorfendametið frá 1999 þegar 7.401 komu á leik KR og ÍA. Leikurinn var færður til sex í kvöld til þess að gera tímasetningu hans enn áhugaverðari fyrir knattspyrnuáhugafólk sem vill eiga gott kvöld í Laugardalnum. Fyrirliðar liðanna, Matthías Vilhjálmsson hjá FH og Bjarni Guðjónsson hjá KR, gátu ekki leynt spenningi sínum á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þetta eru tvö skemmtileg lið og það er útlit fyrir mjög skemmtilegan dag," sagði Bjarni Guðjónsson og kollegi hans fagnar sérstaklega breyttri tímasetningu. „Ég vona að áhorfendametið verði slegið. Það er búið að bíða lengi eftir því að bikarúrslitaleikurinn yrði færður fram í ágúst. Fólk er búið að vera með teppi utan um sig í október og vonast eftir því að leikurinn fari ekki í framlengingu. Ég held að þetta sé fullkominn tími fyrir leikinn og vona að veðrið verði prýðilegt því þá held ég að þetta gæti orðið flott," sagði Matthías. Bjarni Guðjónsson hefur góðan samanburð á því að spila leik í ágúst og október. „Það var tvennt ólíkt að spila bikarúrslitaleikinn 1996 og 2008. 1996 var þetta sumarleikur í ágúst, stúkan var full og þetta var meiri háttar gaman. Titillinn var ekkert verri 2008 en stemningin á vellinum var allt önnur þegar við vorum að spila leikinn við vetraraðstæður í október," sagði Bjarni. Báðir töluðu þeir Matthías og Bjarni um breytinguna á KR-liðinu eftir að Rúnar Kristinsson tók við KR-liðinu á dögunum. Síðan þá hefur liðið unnið fjóra leiki í röð hér á landi og aðeins fengið á sig eitt mark í þessum leikjum. „KR-ingar eru orðnir aðeins þéttari eftir að Rúnar kom inn og gefa færri færi á sér. Ég veit ekki hvort þeir muni spila öðruvísi á móti okkur en í síðustu leikjum en þeir eru alltaf mjög hættulegir fram á við. Við erum það líka og því held ég að þetta verði opinn og skemmtilegur leikur," segir Matthías. „Rúnar er mjög hæfur þjálfari og ég dáist að honum hvað hann kom inn með sínar hugmyndir. Hann einfaldaði hugsunarháttinn og einfaldaði skilaboð til leikmannanna. Svo er líka hitt að menn eru farnir að gera það sem er verið að biðja þá um að gera," sagði Bjarni og bætti við: „Hann hefur úr ágætishóp að velja og hann hefur verið duglegur að velja rétt lið fyrir hvern og einn leik. Við viljum vera í þessum gír sem við erum komnir í núna. Það er komið mikið sjálfstraust í liðið og trúin á að geta unnið leiki er komin aftur," segir Bjarni sem ber þetta tímabil við það í fyrra. „Við erum að gera svipaða hluti og við gerðum í fyrra. Við byrjuðum mótið helst til of seint en erum komnir núna á fínt skrið. Það er ágætt fyrir okkur að fá þennan leik núna þegar við getum komið inn í stærsta leik sumarsins með sjálfstraustið í botni," segir Bjarni. Matthías átti sinn þátt í bikarsigri FH fyrir þremur árum. „Ég spilaði flest alla leiki sumarið 2007 þar til í bikarúrslitaleiknum þar sem ég var á bekknum. Ég kom inn á í stöðunni 1-1 í framlengingu og við unnum 2-1. Ég vonast til að fá að vera með frá byrjun núna," sagði Matthías. Bikarmeistaratitillinn frá 2008 er eini titill KR-inga undanfarin sex ár og FH-ingar hafa aðeins unnið hann einu sinni áður þrátt fyrir að hafa verið yfirburðalið í íslenska fótboltanum undanfarin sex ár. Hungrið ætti því að vera til staðar í báðum herbúðum. Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira
Það er allt til alls til þess að bikarúrslitaleikur FH og KR í dag bjóði upp á allt sem menn vilja sjá í stærsta leik sumarsins. Tvö af skemmtilegustu og vinsælustu liðum landsins mæta til leiks full af sjálfstrausti eftir gott gengi undanfarið og leikurinn er aftur leikinn í sumarblíðunni í ágúst í stað þess að vera leikinn í frosti og kulda í byrjun vetrar. Félögin búast við góðri aðsókn á leikinn í kvöld og hafa sett stefnuna á að bæta áhorfendametið frá 1999 þegar 7.401 komu á leik KR og ÍA. Leikurinn var færður til sex í kvöld til þess að gera tímasetningu hans enn áhugaverðari fyrir knattspyrnuáhugafólk sem vill eiga gott kvöld í Laugardalnum. Fyrirliðar liðanna, Matthías Vilhjálmsson hjá FH og Bjarni Guðjónsson hjá KR, gátu ekki leynt spenningi sínum á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þetta eru tvö skemmtileg lið og það er útlit fyrir mjög skemmtilegan dag," sagði Bjarni Guðjónsson og kollegi hans fagnar sérstaklega breyttri tímasetningu. „Ég vona að áhorfendametið verði slegið. Það er búið að bíða lengi eftir því að bikarúrslitaleikurinn yrði færður fram í ágúst. Fólk er búið að vera með teppi utan um sig í október og vonast eftir því að leikurinn fari ekki í framlengingu. Ég held að þetta sé fullkominn tími fyrir leikinn og vona að veðrið verði prýðilegt því þá held ég að þetta gæti orðið flott," sagði Matthías. Bjarni Guðjónsson hefur góðan samanburð á því að spila leik í ágúst og október. „Það var tvennt ólíkt að spila bikarúrslitaleikinn 1996 og 2008. 1996 var þetta sumarleikur í ágúst, stúkan var full og þetta var meiri háttar gaman. Titillinn var ekkert verri 2008 en stemningin á vellinum var allt önnur þegar við vorum að spila leikinn við vetraraðstæður í október," sagði Bjarni. Báðir töluðu þeir Matthías og Bjarni um breytinguna á KR-liðinu eftir að Rúnar Kristinsson tók við KR-liðinu á dögunum. Síðan þá hefur liðið unnið fjóra leiki í röð hér á landi og aðeins fengið á sig eitt mark í þessum leikjum. „KR-ingar eru orðnir aðeins þéttari eftir að Rúnar kom inn og gefa færri færi á sér. Ég veit ekki hvort þeir muni spila öðruvísi á móti okkur en í síðustu leikjum en þeir eru alltaf mjög hættulegir fram á við. Við erum það líka og því held ég að þetta verði opinn og skemmtilegur leikur," segir Matthías. „Rúnar er mjög hæfur þjálfari og ég dáist að honum hvað hann kom inn með sínar hugmyndir. Hann einfaldaði hugsunarháttinn og einfaldaði skilaboð til leikmannanna. Svo er líka hitt að menn eru farnir að gera það sem er verið að biðja þá um að gera," sagði Bjarni og bætti við: „Hann hefur úr ágætishóp að velja og hann hefur verið duglegur að velja rétt lið fyrir hvern og einn leik. Við viljum vera í þessum gír sem við erum komnir í núna. Það er komið mikið sjálfstraust í liðið og trúin á að geta unnið leiki er komin aftur," segir Bjarni sem ber þetta tímabil við það í fyrra. „Við erum að gera svipaða hluti og við gerðum í fyrra. Við byrjuðum mótið helst til of seint en erum komnir núna á fínt skrið. Það er ágætt fyrir okkur að fá þennan leik núna þegar við getum komið inn í stærsta leik sumarsins með sjálfstraustið í botni," segir Bjarni. Matthías átti sinn þátt í bikarsigri FH fyrir þremur árum. „Ég spilaði flest alla leiki sumarið 2007 þar til í bikarúrslitaleiknum þar sem ég var á bekknum. Ég kom inn á í stöðunni 1-1 í framlengingu og við unnum 2-1. Ég vonast til að fá að vera með frá byrjun núna," sagði Matthías. Bikarmeistaratitillinn frá 2008 er eini titill KR-inga undanfarin sex ár og FH-ingar hafa aðeins unnið hann einu sinni áður þrátt fyrir að hafa verið yfirburðalið í íslenska fótboltanum undanfarin sex ár. Hungrið ætti því að vera til staðar í báðum herbúðum.
Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Sjá meira