Trommunördast í þrjá daga 29. apríl 2010 09:00 Safnar trommurum saman í æfingabúðir yfir heila helgi. Halldór Lárusson og Einar Scheving standa fyrir æfingabúðum í trommuleik í júní. Spilað verður í 8-9 tíma á dag. „Þetta er alveg kjörið ef menn vilja trommunördast út í eitt heila helgi," segir trommarinn Halldór Lárusson. Hann stendur fyrir þriggja daga námskeiði í trommuleik ásamt trommaranum Einari Scheving sem ber heitið Trommu Boot-Camp. Það verður haldið í Skálholtsskóla 25. til 27. júní. Þar verður blandað saman kennslu, áköfum og markvissum æfingum, fróðleik og skemmtun. „Þetta er hugmynd sem hefur verið í gangi í nokkur ár erlendis. Ég rek þennan vef, Trommari.is, og þar var einhver að nefna að það væri frábært ef svona væri til á Íslandi. Þá datt okkur Einari að setja þetta í gang," segir Halldór. Hann segir námskeiðið kjörið tækifæri fyrir trommara, jafnt skemmra sem lengra komna, til að bæta frammistöðu sína. „Aðstaðan er draumi líkust. Þarna er frábær salur þar sem kennslan og æfingar fara fram. Þarna er setustofa með arni og flatskjá þar sem hægt er að hafa það gott og allur matur er inni í þessu. Þetta er rosalega flott aðstaða í ægilega fallegu umhverfi. Þetta getur ekki verið mikið betra." Spurður hvort námskeiðið muni reyna á eins og í alvöru Boot-Camp segir Halldór að ekkert verði gefið eftir. „Menn koma til með að spila 8-9 klukkustundir á dag með matarpásum. Síðan á kvöldin verða stuttir fyrirlestrar og sýnikennsla og kvöldvökur. Þetta verður eins lengi og menn standa uppi." Aldurstakmark á námskeiðið er 16 ár. Skráning og allar nánari upplýsingar fást hjá Halldóri í síma 8930019 eða á dori@trommari.is. freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Halldór Lárusson og Einar Scheving standa fyrir æfingabúðum í trommuleik í júní. Spilað verður í 8-9 tíma á dag. „Þetta er alveg kjörið ef menn vilja trommunördast út í eitt heila helgi," segir trommarinn Halldór Lárusson. Hann stendur fyrir þriggja daga námskeiði í trommuleik ásamt trommaranum Einari Scheving sem ber heitið Trommu Boot-Camp. Það verður haldið í Skálholtsskóla 25. til 27. júní. Þar verður blandað saman kennslu, áköfum og markvissum æfingum, fróðleik og skemmtun. „Þetta er hugmynd sem hefur verið í gangi í nokkur ár erlendis. Ég rek þennan vef, Trommari.is, og þar var einhver að nefna að það væri frábært ef svona væri til á Íslandi. Þá datt okkur Einari að setja þetta í gang," segir Halldór. Hann segir námskeiðið kjörið tækifæri fyrir trommara, jafnt skemmra sem lengra komna, til að bæta frammistöðu sína. „Aðstaðan er draumi líkust. Þarna er frábær salur þar sem kennslan og æfingar fara fram. Þarna er setustofa með arni og flatskjá þar sem hægt er að hafa það gott og allur matur er inni í þessu. Þetta er rosalega flott aðstaða í ægilega fallegu umhverfi. Þetta getur ekki verið mikið betra." Spurður hvort námskeiðið muni reyna á eins og í alvöru Boot-Camp segir Halldór að ekkert verði gefið eftir. „Menn koma til með að spila 8-9 klukkustundir á dag með matarpásum. Síðan á kvöldin verða stuttir fyrirlestrar og sýnikennsla og kvöldvökur. Þetta verður eins lengi og menn standa uppi." Aldurstakmark á námskeiðið er 16 ár. Skráning og allar nánari upplýsingar fást hjá Halldóri í síma 8930019 eða á dori@trommari.is. freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira