Óvæntur sigurvegari í kappakstursmóti meistaranna 28. nóvember 2010 15:40 Fllipe Albuqeerque var ánægður með sigurinn í kappakstursmóti meistaranna í dag. Mynd: Getty Images/Stuart Franklin Portúgalskur ökumaður, Filipe Albuquerque vann óvæntan sigur í kappakstursmóti meistaranna í Düsseldorf í Þýskalandi í dag. Hann lagði tvo ríkjandi heimsmeistara að velli á lokasprettinum. Alburquerque vann Sebastian Loeb frá Frakklandi í lokaviðureign mótsins, en Loeb er sjöfaldur rallmeistari. Sextán ökumenn kepptu á malbikuðu mótssvæði á knattspyrnuleikvangi í Düsseldorf. Fyrst í undanriðlum og svo í útsláttarkeppni og Alburquerque vann sjálfan Formúlu 1 meistarann Sebastian Vettel í undanúrslitum. Vettel hafði áður lagt Michael Schumacher að velli til að ná í undanúrslit. Albuquerque og Loeb þurftu aukaviðureign til að úrskurða sigurvegara í lokaúrslitunum þar sem staðan á milli þeirra var 1-1. En Alburquerque lét ekki reynslu Loeb af þessu móti trufla sig, en Loeb hafði þrívegis unnið mótið áður. Albuquerque byrjaði að keppa í kart kappakstri 1993, en hann er fæddur í Portúgal 1985. Hann vann kartmeistaratitila ungur að árum í heimalandinu í tvígang, en keppti síðan í ýmsum mótaröðum upp frá því. Hann hefur sagt að hann hafi byrjað að keyra kartbíla sér til skemmtunar, en ljóst að eitthvað var spunnið í dregninn á sínumn tíma. Það eru ekki margir sem hafa taugar í að slá út tvo heimsþekkta meistara í akstursíþróttum á sama degi eins og Albuquerque gerði í dag. Hann varð þriðji í A1 GP mótaröðinni í fyrra. Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Sport Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Portúgalskur ökumaður, Filipe Albuquerque vann óvæntan sigur í kappakstursmóti meistaranna í Düsseldorf í Þýskalandi í dag. Hann lagði tvo ríkjandi heimsmeistara að velli á lokasprettinum. Alburquerque vann Sebastian Loeb frá Frakklandi í lokaviðureign mótsins, en Loeb er sjöfaldur rallmeistari. Sextán ökumenn kepptu á malbikuðu mótssvæði á knattspyrnuleikvangi í Düsseldorf. Fyrst í undanriðlum og svo í útsláttarkeppni og Alburquerque vann sjálfan Formúlu 1 meistarann Sebastian Vettel í undanúrslitum. Vettel hafði áður lagt Michael Schumacher að velli til að ná í undanúrslit. Albuquerque og Loeb þurftu aukaviðureign til að úrskurða sigurvegara í lokaúrslitunum þar sem staðan á milli þeirra var 1-1. En Alburquerque lét ekki reynslu Loeb af þessu móti trufla sig, en Loeb hafði þrívegis unnið mótið áður. Albuquerque byrjaði að keppa í kart kappakstri 1993, en hann er fæddur í Portúgal 1985. Hann vann kartmeistaratitila ungur að árum í heimalandinu í tvígang, en keppti síðan í ýmsum mótaröðum upp frá því. Hann hefur sagt að hann hafi byrjað að keyra kartbíla sér til skemmtunar, en ljóst að eitthvað var spunnið í dregninn á sínumn tíma. Það eru ekki margir sem hafa taugar í að slá út tvo heimsþekkta meistara í akstursíþróttum á sama degi eins og Albuquerque gerði í dag. Hann varð þriðji í A1 GP mótaröðinni í fyrra.
Mest lesið Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Enski boltinn Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Fótbolti Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Sport Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira