Innlent

Þverpólitísk sátt um sumar tillögur

Þingmenn voru niðursokknir í atkvæðagreiðslunni. fréttablaðið/gva
Þingmenn voru niðursokknir í atkvæðagreiðslunni. fréttablaðið/gva

Atkvæðagreiðslan um fjárlagafrumvarpið og breytingartillögur við það tók næstum tvær klukkustundir. Alls voru greidd atkvæði 32 sinnum.

Ellefu breytingartillögur stjórnarandstöðunnar voru felldar en um sumar einstakar tillögur var rík sátt milli þingmanna í öllum flokkum. Nokkur dæmi voru um að gjörvöll stjórnarandstaðan greiddi atkvæði með breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar en Ásmundur Einar Daðason, Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir sátu hjá.

Þau þrjú ásamt Birgittu Jónsdóttur Hreyfingunni sátu til dæmis hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu um fjárveitingar til bólusetningar tólf ára stúlkna gegn HPV-sýkingum og leghálskrabbameini.

Við lokaatkvæðagreiðsluna um frumvarpið að teknu tilliti til samþykktra breytingartillagna sat öll stjórnarandstaðan, auk þremenninganna úr VG, hjá en 32 stjórnarliðar sögðu já.

Í ljósi þess sagði Sigurður Kári Kristjánsson Sjálfstæðisflokki líf ríkisstjórnarinnar á bláþræði. Hún ætti að hugsa sinn gang og segja af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×