Erlent

Gore og vorið

Óli Tynes skrifar
Al Gore lítur vorið sínum eigin augum.
Al Gore lítur vorið sínum eigin augum. MYND/AP

Bill Clinton gerði góðlátlegt grín að sjálfum sér og öðrum þekktum mönnum þegar hann flutti erindi í Gridiron klúbbi blaðamanna í Washington um helgina.

Gridiron er klúbbur eldri og heldri blaðamanna. Hefði er fyrir því að forseti Bandaríkjanna ávarpi klúbbfélaga á árshátíð þeirra og á léttum nótum.

Barack Obama var hinsvegar svo upptekinn að þessu sinni að hann komst ekki og bað Clinton vera staðgengil sinn, enda hann alvanur að flytja þar erindi.

Clinton sagði að hann vissi ekki alveg af hverju Obma væri svona upptekinn en líklega væri hann svona önnum kafinn við að pússa nóbelsverðlaunin sín.

Hann hefði jú fengið þau. Clinton vísaði þarna til frétta um að hann sé argur yfir að hafa ekki sjálfur fengið Nóbelsverðlaun fyrir þrotlausar tilraunir sínar til að koma á friði í Miðausturlöndum.

Clinton sagði svo að það væri bjart framundan. Það væri jú vor í lofti.

-Eða eins og Al Gore kallaði það; sönnun fyrir hlýnun jarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×