Innlent

Óeirðir í Hvíta Rússlandi

Alexander Lukashenko er sakaður um kosningasvindl.
Alexander Lukashenko er sakaður um kosningasvindl.

Þúsundir mótmælenda í Hvíta Rússlandi ruddust í nótt inn stjórnarráð landsins en mikil mótmæli hafa verið í landinu í kjölfar forsetakosninga. Fólkið braut rúður og hurðir í byggingunni í höfuðborg landsins, Minsk, en óeirðalögreglumenn náðu að hemja mannfjöldann og koma honum út úr húsinu.

Fjórir forsetaframbjóðendur voru á meðal þeirra handteknu. Sitjandi forseti landsins, Alezander Lukashenko hefur verið lýstur sigurvegari kosninganna en andstæðingar hans fullyrða að brögð hafi verið í tafli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×