Innlent

Brýnt að endurskoða bótakerfið

Mynd/Pjetur
Nauðsynlegt er að hækka lágmarkslaun og endurskoða bótakerfið til að fólk hafi hvata af því að fara út á vinnumarkaðinn. Þetta segir lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.

Hvatinn til að velja láglaunastarf umfram atvinnuleysisbætur, framfærslustyrki eða örorkubætur er minni en enginn að mati Halldórs Sigurðar Guðmundssonar, lektors við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands.

Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær er það nánast orðið hagstæðara fyrir fólk að þiggja bætur í stað þess að vinna fyrir lágmarkslaun.

Halldór segir nauðsynlegt að endurskoða kerfið. „Það eru auðvitað margar leiðir til þess. Það er hægt að nota hluta af því kerfi sem við erum með í dag. Laga það til þannig að það verði marksæknara gagnvart þeim einstaklingum sem við viljum að njóti bóta."

„Það er líka úrræði varðandi kjarasamninga sem felur í sér að hækka lægstu laun. Við erum kannski komin á þann punkt í þessari stöðu að við vitum ekki alveg hvað þarf til framfærslu. Þetta er alltaf spurning um viðmið," segir Halldór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×