Lotus meðal fimm fremstu 2013 31. mars 2010 12:09 Tony Fernandez ásamt ökumönnum Lotus liðsins. mynd: Getty Images Tony Fernandes hjá Lotus Formúlu 1 liðinu telur að lið sitt geti orðið meðal fimm fremstu keppnisliðanna innan þriggja ára, en lið hans hefur verið sneggst af nýju liðunum. Jarno Trulli og Heikki Kovalainen aka fyrir Lotus. Lotus var á árum áður sögufrægt keppnislið og nýtt lið var stofnað með sama nafni fyrir þetta tímabil. Tæknistjóri liðsins er Mike Gascoyne og liðið er með aðsetur í Norfolk í Bretlandi og einnig í Kuala Lumpur í Malasíu. "Ég vona að við verðum meðal tíu fremstu á næsta ári og meðal fimm fremstu eftir þrjú ár", sagði Fernandes við Autosport vefsetrið. "Hvað keppnishraða varðar þá erum við ekki svo fjarri. Kovalainen var að elta Nico Hulkenberg, þannig að ég er viss um að við getum náð Sauber, Williams, Renault og Torro Rosso áður en langt um líður. Það á margt eftir að gerast á næstu þremur árum, sem mun auðvelda okkur verkið." Fernandez telur að peningar séu ekki aðalmálið þegar kemur að góðum árangri liðsins. "Toyota varði hundruðum miljóna dala og nái aldrei toppnum. Ég held að mannskapurinn skipti meira máli. Hundruðir miljóna dala þýða ekki 300 miljónir í hraða. Við erum mættir í Formúlu 1 vegna ástríðunnar og á viðskiptalegum grundvelli. Þetta er gott fyrir viðskiptin", sagði Fernandez sem er frá Malasíu. Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Tony Fernandes hjá Lotus Formúlu 1 liðinu telur að lið sitt geti orðið meðal fimm fremstu keppnisliðanna innan þriggja ára, en lið hans hefur verið sneggst af nýju liðunum. Jarno Trulli og Heikki Kovalainen aka fyrir Lotus. Lotus var á árum áður sögufrægt keppnislið og nýtt lið var stofnað með sama nafni fyrir þetta tímabil. Tæknistjóri liðsins er Mike Gascoyne og liðið er með aðsetur í Norfolk í Bretlandi og einnig í Kuala Lumpur í Malasíu. "Ég vona að við verðum meðal tíu fremstu á næsta ári og meðal fimm fremstu eftir þrjú ár", sagði Fernandes við Autosport vefsetrið. "Hvað keppnishraða varðar þá erum við ekki svo fjarri. Kovalainen var að elta Nico Hulkenberg, þannig að ég er viss um að við getum náð Sauber, Williams, Renault og Torro Rosso áður en langt um líður. Það á margt eftir að gerast á næstu þremur árum, sem mun auðvelda okkur verkið." Fernandez telur að peningar séu ekki aðalmálið þegar kemur að góðum árangri liðsins. "Toyota varði hundruðum miljóna dala og nái aldrei toppnum. Ég held að mannskapurinn skipti meira máli. Hundruðir miljóna dala þýða ekki 300 miljónir í hraða. Við erum mættir í Formúlu 1 vegna ástríðunnar og á viðskiptalegum grundvelli. Þetta er gott fyrir viðskiptin", sagði Fernandez sem er frá Malasíu.
Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti