Framtakssjóðurinn átti næsthæsta tilboðið í Sjóvá Þorbjörn Þórðarson. skrifar 22. nóvember 2010 19:09 Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu lífeyrissjóða, átti næsthæsta tilboðið í hlut Seðlabankans í Sjóvá. Hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar sem hefur hætt við kaupin vegna seinagangs telur sig ekki hafa fengið skýringar frá Seðlabankanum á töfum. Lögmaður hópsins segir að Seðlabankanum hafi verið veittur frestur til 22. október síðastliðins til að staðfesta kaupsamninginn fyrir sitt leyti, ella teldi hópurinn að söluferlinu væri lokið án þess að kaup hefðu tekist. Föstudaginn 22. október átti Heiðar Már fund með Má Guðmundssyni seðlabankastjóra, en þar var honum tjáð, samkvæmt heimildum fréttastofu að svars væri að vænta stuttu eftir helgina. Síðan þá hefur þetta tafist, en fjárfestarnir telja sig ekki hafa fengið eðlilegar skýringar á þessu hjá Seðlabankanum. Of langur tími liðinn Meðal þess sem réði því að hópurinn dró sig út úr söluferlinu er að of langur tími er liðinn og framkvæma hefði þurft nýja áreiðanleikakönnun á Sjóvá, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, spurði Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, um þessar taflir á söluferlinu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Fjármálaráðuneytið hefur ekki verið þátttakandi í þessari úrvinnslu sem slíkri, hins vegar upplýsir Seðlabankinn af og til almennt um hvernig gengur að vinna úr eignunum sem þarna voru sameinaðar á einum stað. (....) Ég held að það sé eðlilegast að vísa því til Seðlabankans að svara því hvers vegna ekki var gengið að þessu tilboði og ég geri ráð fyrir því að þar sé hægt að fá upplýsingar um það," sagði Steingrímur. Seðlabankinn sendi frá sér yfirlýsingu nú undir kvöld þar sem segir að bankanum sé óheimilt að tjá sig um ástæður tafanna. Bankanum sé óheimilt að tjá sig um málefni einstakra aðila sem hann hafi til umfjöllunar. Orðrétt segir í yfirlýsingunni: „Staðfest er að ekki var mögulegt að taka afstöðu til sölunnar á Sjóvá fyrir 22. október s.l., sem var frestur sem kaupendahópurinn gaf seljanda. Áður en fresturinn rann út var lögmaður kaupendahópsins og einn meðlima hans upplýstir um þessa niðurstöðu og ástæðu hennar á fundi í Seðlabanka Íslands. Almennt gildir sú regla að Seðlabanka Íslands er óheimilt að tjá sig um málefni einstakra aðila sem hann hefur til umfjöllunar. Því getur Seðlabankinn að svo stöddu ekki tjáð sig opinberlega um ástæðu þess að ekki var hægt að veita svar fyrir ofangreindan tímafrest."Framtakssjóðurinn með næst hæsta tilboðið Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu nokkurra lífeyrissjóða, næst hæsta tilboðið í Sjóvá. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu í dag. Sjóðurinn var hins vegar með annars konar tilboð og vildi kaupa fyrirtækið í heild sinni. Finnbogi sagði að tilboð sjóðsins væri löngu fallið úr gildi og algjörlega óvíst hvort sjóðurinn myndi bjóða í Sjóvá ef fyrirtækið yrði auglýst að nýju til sölu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um næstu skref hjá Íslandsbanka sem annast söluferlið, samkvæmt upplýsingum þaðan. Fram kom í dag að Seðlabankinn hyggðist óska eftir þremur stjórnarmönnum og þar með meirihluta í stjórn Sjóvár fyrir næsta aðalfund fyrirtækisins. Tengdar fréttir FME: Orðstír kaupenda tryggingarfélaga þarf að vera í lagi "Athygli er vakin á því að samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi þurfa virkir eigendur að uppfylla ýmis skilyrði, til að vera metnir hæfir til eiga og fara með virkan eignarhlut í vátryggingafélagi." 22. nóvember 2010 17:32 Seðlabankastjóri segir söluna á Sjóvá til skoðunar „Ferlið er í gangi og ef niðurstaðan úr því er óásættanleg fyrir Seðlabankann og almannaheill skrifa ég ekki undir, ef hún er í lagi frá þeim sjónarhóli og við náum niðurstöðu í öll mál þá skrifa ég undir." 3. nóvember 2010 15:34 Seðlabankinn tjáir sig ekki um Sjóvá að sinni „Þessi staða er nýtilkomin. Á þessari stundu er ekkert hægt að segja um málið,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans aðspurður um söluferli Sjóvá. Sem kunnugt er af fréttum hefur hópur fjárfesta nú dregið sig út úr söluferlinu á Sjóvá. 22. nóvember 2010 10:40 Heiðar hótar málshöfðun gegn DV Heiðar Már Guðjónsson, fyrrverandi starfsmaður Novators, ætlar að stefna DV fyrir meiðyrði verði fréttir, þess efnis að hann hafi skipulagt árás á íslensku krónuna árið 2007 ásamt alþjóðlegum vogunarsjóðum, ekki dregnar til baka. 24. október 2010 16:33 Geta ekki tjáð sig um það hvers vegna hópurinn hætti við Seðlabanki Íslands segist ekki geta tjáð sig opinberlega um ástæðu þess að ekki var hægt að veita fjárfestahópi sem vildi kaupa Sjóvá fyrir 22. október sl. Hópurinn hefur hætt við kaupin. 22. nóvember 2010 17:55 Búið að semja um verðið Sala á stórum hlut í tryggingafélaginu Sjóvá er á lokastigi. 23. október 2010 06:00 Fjárfestahópur hættir við að reyna að kaupa Sjóvá Fjárfestahópurinn sem átti hæsta tilboðið í tryggingarfélagið Sjóvá hefur sagt sig frá söluferli Sjóvá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum en Morgunblaðið greinir frá málinu á forsíðu sinni í dag. 22. nóvember 2010 08:11 Umfjöllun DV gæti haft áhrif á ákvörðun FME Fjármálaeftirlitið hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir því að hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar fái að kaupa Sjóvá og óvíst hvort slíkt samþykki verði veitt, en umfjöllun DV um Heiðar Má kann að hafa áhrif á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. 27. október 2010 18:33 Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu lífeyrissjóða, átti næsthæsta tilboðið í hlut Seðlabankans í Sjóvá. Hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar sem hefur hætt við kaupin vegna seinagangs telur sig ekki hafa fengið skýringar frá Seðlabankanum á töfum. Lögmaður hópsins segir að Seðlabankanum hafi verið veittur frestur til 22. október síðastliðins til að staðfesta kaupsamninginn fyrir sitt leyti, ella teldi hópurinn að söluferlinu væri lokið án þess að kaup hefðu tekist. Föstudaginn 22. október átti Heiðar Már fund með Má Guðmundssyni seðlabankastjóra, en þar var honum tjáð, samkvæmt heimildum fréttastofu að svars væri að vænta stuttu eftir helgina. Síðan þá hefur þetta tafist, en fjárfestarnir telja sig ekki hafa fengið eðlilegar skýringar á þessu hjá Seðlabankanum. Of langur tími liðinn Meðal þess sem réði því að hópurinn dró sig út úr söluferlinu er að of langur tími er liðinn og framkvæma hefði þurft nýja áreiðanleikakönnun á Sjóvá, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, spurði Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, um þessar taflir á söluferlinu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Fjármálaráðuneytið hefur ekki verið þátttakandi í þessari úrvinnslu sem slíkri, hins vegar upplýsir Seðlabankinn af og til almennt um hvernig gengur að vinna úr eignunum sem þarna voru sameinaðar á einum stað. (....) Ég held að það sé eðlilegast að vísa því til Seðlabankans að svara því hvers vegna ekki var gengið að þessu tilboði og ég geri ráð fyrir því að þar sé hægt að fá upplýsingar um það," sagði Steingrímur. Seðlabankinn sendi frá sér yfirlýsingu nú undir kvöld þar sem segir að bankanum sé óheimilt að tjá sig um ástæður tafanna. Bankanum sé óheimilt að tjá sig um málefni einstakra aðila sem hann hafi til umfjöllunar. Orðrétt segir í yfirlýsingunni: „Staðfest er að ekki var mögulegt að taka afstöðu til sölunnar á Sjóvá fyrir 22. október s.l., sem var frestur sem kaupendahópurinn gaf seljanda. Áður en fresturinn rann út var lögmaður kaupendahópsins og einn meðlima hans upplýstir um þessa niðurstöðu og ástæðu hennar á fundi í Seðlabanka Íslands. Almennt gildir sú regla að Seðlabanka Íslands er óheimilt að tjá sig um málefni einstakra aðila sem hann hefur til umfjöllunar. Því getur Seðlabankinn að svo stöddu ekki tjáð sig opinberlega um ástæðu þess að ekki var hægt að veita svar fyrir ofangreindan tímafrest."Framtakssjóðurinn með næst hæsta tilboðið Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu nokkurra lífeyrissjóða, næst hæsta tilboðið í Sjóvá. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu í dag. Sjóðurinn var hins vegar með annars konar tilboð og vildi kaupa fyrirtækið í heild sinni. Finnbogi sagði að tilboð sjóðsins væri löngu fallið úr gildi og algjörlega óvíst hvort sjóðurinn myndi bjóða í Sjóvá ef fyrirtækið yrði auglýst að nýju til sölu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um næstu skref hjá Íslandsbanka sem annast söluferlið, samkvæmt upplýsingum þaðan. Fram kom í dag að Seðlabankinn hyggðist óska eftir þremur stjórnarmönnum og þar með meirihluta í stjórn Sjóvár fyrir næsta aðalfund fyrirtækisins.
Tengdar fréttir FME: Orðstír kaupenda tryggingarfélaga þarf að vera í lagi "Athygli er vakin á því að samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi þurfa virkir eigendur að uppfylla ýmis skilyrði, til að vera metnir hæfir til eiga og fara með virkan eignarhlut í vátryggingafélagi." 22. nóvember 2010 17:32 Seðlabankastjóri segir söluna á Sjóvá til skoðunar „Ferlið er í gangi og ef niðurstaðan úr því er óásættanleg fyrir Seðlabankann og almannaheill skrifa ég ekki undir, ef hún er í lagi frá þeim sjónarhóli og við náum niðurstöðu í öll mál þá skrifa ég undir." 3. nóvember 2010 15:34 Seðlabankinn tjáir sig ekki um Sjóvá að sinni „Þessi staða er nýtilkomin. Á þessari stundu er ekkert hægt að segja um málið,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans aðspurður um söluferli Sjóvá. Sem kunnugt er af fréttum hefur hópur fjárfesta nú dregið sig út úr söluferlinu á Sjóvá. 22. nóvember 2010 10:40 Heiðar hótar málshöfðun gegn DV Heiðar Már Guðjónsson, fyrrverandi starfsmaður Novators, ætlar að stefna DV fyrir meiðyrði verði fréttir, þess efnis að hann hafi skipulagt árás á íslensku krónuna árið 2007 ásamt alþjóðlegum vogunarsjóðum, ekki dregnar til baka. 24. október 2010 16:33 Geta ekki tjáð sig um það hvers vegna hópurinn hætti við Seðlabanki Íslands segist ekki geta tjáð sig opinberlega um ástæðu þess að ekki var hægt að veita fjárfestahópi sem vildi kaupa Sjóvá fyrir 22. október sl. Hópurinn hefur hætt við kaupin. 22. nóvember 2010 17:55 Búið að semja um verðið Sala á stórum hlut í tryggingafélaginu Sjóvá er á lokastigi. 23. október 2010 06:00 Fjárfestahópur hættir við að reyna að kaupa Sjóvá Fjárfestahópurinn sem átti hæsta tilboðið í tryggingarfélagið Sjóvá hefur sagt sig frá söluferli Sjóvá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum en Morgunblaðið greinir frá málinu á forsíðu sinni í dag. 22. nóvember 2010 08:11 Umfjöllun DV gæti haft áhrif á ákvörðun FME Fjármálaeftirlitið hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir því að hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar fái að kaupa Sjóvá og óvíst hvort slíkt samþykki verði veitt, en umfjöllun DV um Heiðar Má kann að hafa áhrif á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. 27. október 2010 18:33 Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
FME: Orðstír kaupenda tryggingarfélaga þarf að vera í lagi "Athygli er vakin á því að samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi þurfa virkir eigendur að uppfylla ýmis skilyrði, til að vera metnir hæfir til eiga og fara með virkan eignarhlut í vátryggingafélagi." 22. nóvember 2010 17:32
Seðlabankastjóri segir söluna á Sjóvá til skoðunar „Ferlið er í gangi og ef niðurstaðan úr því er óásættanleg fyrir Seðlabankann og almannaheill skrifa ég ekki undir, ef hún er í lagi frá þeim sjónarhóli og við náum niðurstöðu í öll mál þá skrifa ég undir." 3. nóvember 2010 15:34
Seðlabankinn tjáir sig ekki um Sjóvá að sinni „Þessi staða er nýtilkomin. Á þessari stundu er ekkert hægt að segja um málið,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans aðspurður um söluferli Sjóvá. Sem kunnugt er af fréttum hefur hópur fjárfesta nú dregið sig út úr söluferlinu á Sjóvá. 22. nóvember 2010 10:40
Heiðar hótar málshöfðun gegn DV Heiðar Már Guðjónsson, fyrrverandi starfsmaður Novators, ætlar að stefna DV fyrir meiðyrði verði fréttir, þess efnis að hann hafi skipulagt árás á íslensku krónuna árið 2007 ásamt alþjóðlegum vogunarsjóðum, ekki dregnar til baka. 24. október 2010 16:33
Geta ekki tjáð sig um það hvers vegna hópurinn hætti við Seðlabanki Íslands segist ekki geta tjáð sig opinberlega um ástæðu þess að ekki var hægt að veita fjárfestahópi sem vildi kaupa Sjóvá fyrir 22. október sl. Hópurinn hefur hætt við kaupin. 22. nóvember 2010 17:55
Búið að semja um verðið Sala á stórum hlut í tryggingafélaginu Sjóvá er á lokastigi. 23. október 2010 06:00
Fjárfestahópur hættir við að reyna að kaupa Sjóvá Fjárfestahópurinn sem átti hæsta tilboðið í tryggingarfélagið Sjóvá hefur sagt sig frá söluferli Sjóvá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum en Morgunblaðið greinir frá málinu á forsíðu sinni í dag. 22. nóvember 2010 08:11
Umfjöllun DV gæti haft áhrif á ákvörðun FME Fjármálaeftirlitið hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir því að hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar fái að kaupa Sjóvá og óvíst hvort slíkt samþykki verði veitt, en umfjöllun DV um Heiðar Má kann að hafa áhrif á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. 27. október 2010 18:33