Innlent

Fimmtán ár frá snjóflóðinu í Súðavík

Minnisvarði um þá sem létust í snjóflóðinu 16. janúar 1995.
Minnisvarði um þá sem létust í snjóflóðinu 16. janúar 1995. Mynd/Anton Brink
Í dag eru 15 ár frá því að snjóflóð féll á byggðina í Súðavík með þeim afleiðingum að 14 manns fórust. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða.

Snjóflóðið, sem var rúmlega 200 metra breitt, féll klukkan 6:25 á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðarhús. Í þeim voru 26 manns og fórust 14 þeirra, þar af átta börn, en 12 manns tókst að bjarga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×