Trichet styður hertari reglur um skuldatryggingamarkaðinn 19. mars 2010 13:39 Jean- Claude Trichet seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu (ECB) segir að hann styðji það að settar verði hertari reglur um skuldatryggingamarkaðinn. Trichet segir mikilvægt að þessi markaður sé ekki misnotaður til spákaupmennsku.Fjallað er um málið í Financial Times. Þar er haft eftir Trichet að hann sé sammála þeim sem segja að eftirlitsaðilar með markaðinum eigi að geta haft í höndunum skilvirkt regluverk sem geri þeim kleyft að rannsaka mála og samhæfa aðgerðir sínar. „Við þurfum meira gegnsæi á skuldatryggingamarkaðina og það þurfa fjárfestar einnig," segir Trichet.Trichet segir að forgangverkefni eigi að vera að koma á fót miðstöðvum þar sem viðskiptin eru samþykkt. Slíkt myndi aðstoða við að auka gegnsæið á skuldatryggingamarkaðinum og draga úr viðleitni til að taka mikla áhættu.Eftirlitsaðilar beggja vegna Atlantshafsins hafa rætt um það frá fjármálahruninu árið 2008 hvernig koma ætti böndum á skuldatryggingamarkaðinn. Enn sem komið er hefur ekkert áþreifanlegt gerst. Hinsvegar hefur Michael Barnier framkvæmdastjóri fyrir innri markað ESB nú lofað að rammalöggjöf verði sett fram fyrir haustið. Í henni verður sérstök áhersla lögð á regluverk í kringum skuldatryggingar á opinberum skuldum þjóða, það er ríkisskuldabréfum. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Jean- Claude Trichet seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu (ECB) segir að hann styðji það að settar verði hertari reglur um skuldatryggingamarkaðinn. Trichet segir mikilvægt að þessi markaður sé ekki misnotaður til spákaupmennsku.Fjallað er um málið í Financial Times. Þar er haft eftir Trichet að hann sé sammála þeim sem segja að eftirlitsaðilar með markaðinum eigi að geta haft í höndunum skilvirkt regluverk sem geri þeim kleyft að rannsaka mála og samhæfa aðgerðir sínar. „Við þurfum meira gegnsæi á skuldatryggingamarkaðina og það þurfa fjárfestar einnig," segir Trichet.Trichet segir að forgangverkefni eigi að vera að koma á fót miðstöðvum þar sem viðskiptin eru samþykkt. Slíkt myndi aðstoða við að auka gegnsæið á skuldatryggingamarkaðinum og draga úr viðleitni til að taka mikla áhættu.Eftirlitsaðilar beggja vegna Atlantshafsins hafa rætt um það frá fjármálahruninu árið 2008 hvernig koma ætti böndum á skuldatryggingamarkaðinn. Enn sem komið er hefur ekkert áþreifanlegt gerst. Hinsvegar hefur Michael Barnier framkvæmdastjóri fyrir innri markað ESB nú lofað að rammalöggjöf verði sett fram fyrir haustið. Í henni verður sérstök áhersla lögð á regluverk í kringum skuldatryggingar á opinberum skuldum þjóða, það er ríkisskuldabréfum.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira