Viðskipti erlent

Magma Energy tapaði 675 milljónum á síðasta ársfjórðungi

Magma Energy tapaði tæplega 5.25 milljónum dollara eða um 675 milljónum kr. á síðasta ársfjórðungi í fyrra en fjórðungurinn er annar í uppgjörsári félagsins. Þetta er töluvert meira tap en á sama tímbili árið áður þegar félagið skilaði rúmlega milljón dollara tapi.

Uppgjörið er birt á heimasíðu Magma Energy. Þar kemur fram að 1,9 milljón dollara af tapinu megi rekja til afleiðusamninga hjá HS Orku. Hinsvegar hafi hagur HS Orku vænkast mjög á seinnihluta síðasta árs í kjölfar hækkana á álverði og stöðugra gengis krónunnar.

Magma á nú tæplega 41% hlut í HS Orku og reiknar með að eignast rúm 2% í viðbót í mars n.k.

Ross Beaty forstjóri Magma segir í tilkynningunni um uppgjörið að félagið reikni með að reksturinn komist í jafnvægi snemma á þessu ári.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×